Umframorkan sem gufaði upp

Það er vissulega athyglivert að lesa um orkuskort á Íslandi, svo stuttu eftir að mikil umfjöllun hefur verið um gríðarlega umframorku sem engum væri til gagns.  

Ég man ekki betur en að það væri ein af þeim ástæðum þess að rafstrengur til Evrópu væri í umræðunni.  Það gæfi kost á að koma allri "umframorkunni" í verð.

En eins og allt annað sem byggir á náttúrunni, er vatnsaflsvirkjanir háðar duttlungum hennar.

Ég veit ekki nákvæmlega hvað veldur vatns/orkuskorti nú, en þetta sýnir að oft er þörf að hafa borð fyrir báru.

Ég hef reyndar ekki verið einn af áhugamönnum þess efnis að byggja raforkustreng til Evrópu,  en það er önnur saga.

En líklega sýnir vatnsskorturinn nú, að það er varasamt að byggja stór plön varðandi raforkusölu til Evrópu frá Íslandi.

 


mbl.is Raforkuafhending skert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband