Sósíalistar valda vonbrigðum

Fyrir ári síðan kusu Frakkar sósíalista til valda.  Gerðu Francois Hollande að forseta lýðveldis síns. Frakkar trúðu því að hinar sósíalísku lausnir sem hann stóð fyrir gætu leitt þá fram á við.

Það kemur mér ekki sérlega á óvart að þeir hafi orðið fyrir vonbrigðum.

Það var bjartsýni, en borin von að sósíalískar lausnir Hollande gætu leitt Frakka út úr þeim vandræðum sem þeir eru komnir í.

Ostrichs in Piggybanks Loforð um lækkun eftirlaunaaldurs og að setja ofurskatta á "ofurríka" einstaklinga duga gjarna til að fá atkvæði í Frakklandi, en eru síður vænleg til árangurs í "raunhagkerfinu".

Þegar staðreyndin er sú að Frakkland hefur glatað samkeppnishæfni sinni, eftir að það tók upp euroið og ríkið hefur ekki skilað jákvæðum fjárlögum síðan síðan Pompidou var keyrður um stræti Reykjavíkur í svörtum Citroen á milli þess sem hann fundaði með Nixon.

Þegar bætt er í blönduna valdamiklum og "militant" verkalýðsfélögum vaxa vandamálin enn frekar.

Atvinnuleysi vex, skuldir aukast og niðurskurðurinn er óhjákvæmilegur en leysir ekki vandann.

Það er engin tilviljun að skýrsla þar sem talað var um Frakkland sem "vandræðabarn" lak út frá Þýsku ríkisstjórninni nýlega.

Þolinmæði Þjóðverja gaganvart Frökkum hefur ekki verið minni um all langt skeið.

24% Frakka styðja forseta sinn.  Það er lægsta prósenta sem nokkur forseti 5. lýðveldis Frakka hefur haft eftir ár í embætti.

Frakkar hafa ekki trú á sínum sósíalíska forseta, en hafa þeir misst tilrúnna á hinar sósíalísku lausnir?  Það á eftir að koma í ljós.


mbl.is Dapurlegt ársafmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hefur þú eitthvað stúderað sögu? Svons cirka undanfarin 500-1000 ár eða svo?

Það er visst munstur í henni. Það er falið í ægilegum kaós, en það er þarna.

Það er kreppa. Það er verið að vinna að því að búa til dýpri kreppu. Og vestu hvað kemur mjög oft á eftir kreppu?

Fjöldaskemmtun, það er það.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.5.2013 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband