Árlegur skandall sem þarf að stöðva

Staðreynd að stjórnmálaflokkarnir hafa "mjólkað" skattgreiðendur um 1.2 milljarða á síðustu 4. árum, er skandall sem þarf að stöðva.  Ekki seinna en strax.

Mér reiknast til að það sé u.þ.b. 3.750 á hvern núlifandi Íslending á kjörtímabili, eða 937.5kr á ári.

Það er ekkert annað en svívirða í mínum huga.

Það er ekkert óeðlilegt að hið opinbera leggi þeim þingflokkum sem starfa á Alþingi til nokkurt fé, því vissulega þurfa þeir sem þar starfa að geta leitað ráðgjafar og ráðið einstaklinga til starfa og aðstoðar til lengri eða skemmri tíma.

En að sá stjórnmálaflokkur sem fær mest fái fast að  400 milljónum á kjörtímabili, hvað réttlætir það?

Hvað réttlætir að borgaðar séu um það bil 12 og hálf milljón fyrir hver prósentustig sem flokkur hlýtur í fylgi?

Hví gjalda skattgreiðendur svo fyrir atkvæði sitt?

Hvað fá þeir fyrir peninginn?

Þetta eru að mínu mati dýr og óþörf "sóknargjöld".

Ég vil jafnt þessi "sóknargjöld" sem og hin eiginlegu "sóknargjöld" felld niður, fyrir þá sem kæra sig ekki um að borga þau.

Hér má sjá árleg framlög til stjórnmálaflokka, 2010 til 2013

P.S.  Þessu er ekki beint gegn neinum flokki.  Svo lengi sem þessar greiðslur eru við lýði er eðlilegt að fylgismesti flokurinn, hljóti hæstu greiðslurnar.  En stjórnmálaflokkar eiga ekki að vera ríkisreknir. 

 

 

 

 


mbl.is Flokkarnir fengu 1,2 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband