Að sjá tækifæri, þar sem aðrir sjá eingöngu...

Mengun er vissulega vandamál og mikið hefur verið fjallað um brennisteinsmengun á undanförnum misserum.

Það er því athyglivert og fagnaðarefni að einhverjir sjí tækifæri í menguninni.

Það er líka fagnaðarefni að til séu einstaklingar og fyrirtæki sem sjá ekki eingöngu erfiðleika og vilja hætta við, heldur leita lausna.

Leysa vandamálín og nýta tækifærin.

Ef hægt er að leysa vandamálin, nýta tækifærin, skapa störf og auka útflutning, allt á arðbæran hátt er ekki hægt aðf fara fram á meira.

 

 

 


mbl.is Milljarðar úr mengun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég tek undir þetta. Vonandi virkar þessi tækni. En það verður hún að gera því að menn eru búnir að brenna sig áður á því að segja fyrirfram að vandamálin hafi verið leyst, en allt síðan rekið upp á sker, af því að menn giskuðu en höfðu ekki reynslu og hafa nú beðið um frest fram yfir 2020 til að sjá til, hvort lausn finnist.

Ómar Ragnarsson, 3.5.2013 kl. 11:40

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég er ekki með tæknina á hreinu, en eftir því sem mér skilst er ekki verið að "finna upp hjólið", heldur er um vel þekkta tækni að ræða.

Líklega er meiri spurning um kostnað og markað og samspil þess tvenns.

En þetta er athyglivert mál og ég vona svo sannarlega að þetta gangi upp.

G. Tómas Gunnarsson, 3.5.2013 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband