Kjósendur hafa talað. Evrópumet í fylgistapi ríkisstjórnar

Þá eru úrsltin ljós.  Sjálfsagt eru þau ekki alveg eins og nokkur óskaði sér, það er alla vegna ekki svo í mínu tilfelli.  En það er einmitt galdurinn.  

Kjósendur hafa kveðið upp úrskurð sinn og ákveðið hverjir fara með umboð þeirra til næstu fjögurra ára.  Og það er í rauninni ekki hægt annað en að vera nokkuð ánægður með það - alla vegna svona á endanum.

Kjósendur hafa alltaf rétt fyrir sér.

Persónulega finnst mér alltaf leiðinlegt að heyra talað um "heimsku" kjósenda og svo framvegis.  Því miður er býsna mikið um það í dag, að virðist, frá vinstri vængnum.

Það er enginn vafi á því að Framsóknarflokkurinn er sigurvegari kosninganna.  Hann vinnur glæsilegan sigur.  Að auka fylgi sitt um fast að 10% er góður árangur.

Björt framtíð er líka að vinna góðan sigur.  Líklega er þetta þriðji besti árangur nýs framboðs og það eitt að ná inn á þing er góður árangur.

Píratar vinna líka sætan sigur, og líklega sætari vegna þess hve seint á kosninganóttinni hann var staðfestur.

Sjálfstæðisflokkurinn vinnur líka sigur, og eykur fylgi sitt.  Í sögulegu samhengi er sá sigur hins vegar ekki sjáanlegur.  En hann náði að snúa "skipinu" við.  Það er líka stórt atriði að hann er þó þrátt fyrir allt, stærsti flokkur landsins.

Samfylkingin býður afhroð.  Stærsta tap Íslensks stjórnmálaflokks getur ekki talist neitt annað. Tvíeykið Jóhanna Sigurðardótir og Árni Páll Árnason skila flokknum hreinni niðurlægingu. 

Vinstri græn tapa um helming af sínu fylgi, en í sögulega samhenginu standa þau þokkalega og eru líklega frekar kát í dag.  Mitt persónulega mat er að engin formaður hafi vaxið eins í kosningabaráttunni og Katrín Jakobsdóttir og getur flokkurinn þakkað henni hina ásættanlegu útkomu.

Það er tvennt sem stendur upp úr í þessum kosningum, er sigur Framsóknarflokksins og "rassskelling" ríkisstjórnarinnar, sem setur, ef marka má fréttir, Evrópumet í fylgistapi ríkisstjórnar. 

Annað sem vekur vissulega athygli er að 6 flokkar ná inn á þing.

En nú er það ríkisstjórnarmyndunin.

Ég hafði fyrir kosningar mesta trú á að annahvort yrði B, S og V, eða D og B. Eftir að hafa horft á leiðtogaviðræður áðan, hef ég meiri trú á D og B.  Aðallega vegna þess að Árni Páll virtist einhvern veginn ekki hafa neinn áhuga á því að "byggja brýr" til annara flokka.

Hann kom einhvern veginn fyrir eins og formaður sem gerir sér grein fyrir því að hans tími (og tækifæri) er liðinn. 

 


mbl.is Geta myndað stjórn með 51% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband