Framsóknarmaðurinn sem klauf Samfylkinguna

Þegar leitað hefur verið skýringa á því afhroði sem Samfylkingin bíður í þessum kosningum, staldra margir við mörg framboð á vinsri vængnum.  Sérstaklega vilja margir horfa til þeirra atkvæða sem Björt framtíð hlýtur og segja að stefnumálin séu keimlík, án þess að BF hafi þurft að svara fyrir erfiðu málin.

En það hlýtur að vekja nokkra eftirtekt, að Framsóknarþingmaðurinn fyrrverandi, Guðmundur Steingrímsson, hafi náð að "kljúfa" Samfylkinguna.

Reyndar er málið ekki svo einfalt.  Guðmundur Steingrímsson var vissulega varaþingmaður Samfylkingarinnar, áður en hann gekk til liðs við Framsóknarflokkinn, og sagði sig síðan úr honum.

En svo hafa margir fullyrt (og það hef ég gert sjálfur) að svo gott sem engin munur sé á stefnu BF og Samfylkingar.  Það  hafa gert stjórnmálamenn s.s. Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson.  Jóhanna fullyrti það í Kryddsíldinni (og þar neitaði Guðmundur því ekki) og Össur sagði að BF hefði enga pólítíska skoðun sem hún hefði ekki fengið að láni frá Samfylkingunni.

En það hlýtur líka að velta upp spurningunni, hvað var Guðmundur að gera í Framsóknarflokknum?

P.S.  Ég held reyndar að það hafi verið gæfa Framsóknarflokksins að Guðmundur Steingrímsson og aðrir "Sambandssinnar" yfirgáfu Framsóknarflokkinn, sem gerði flokkinn mikið samheldari og skóp að hluta til kosningasigur hans.

 

 


mbl.is Ganga sátt frá borði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband