Verður kjörsókn léleg?

Það er vissulega áhyggjuefni ef kjörsókn verður léleg.  Hver svo sem úrsltin verða, eru þau sterkari og umboð nýrrar ríkisstjórnar sterkar, ef kosningaþáttaka er góð.

Það breytir ekkert úrsiituum.  Þau standa eftir sem áður.  En það er æskilega að sem flestir mæti á kjörstað.

Það er vert að velta því fyrir sér hvort að slök kjörsókn komi til með a hafa áhrif á úrslitin.  Ég er ekki verulega trúaður á slíkt.  

En vissulega gæti það breytt því hvað skoðanakannanir eru áreiðanlegar.  Sérstaklega þær kannanir sem ekki hafa eldri borgara með í menginu.  Þeir eru jú gjarnan líklegari til að mæta á kjörstað en margir aðrir aldurshópar.

En ég vona að kjörsóknin "hressist" er á liður.

Nú ættu allir að hringja í vini og kunningja og hvetja þá stil að kjósa.

Það eru ekki réttindi sem eru sjálfgefin og rétt að hvetja alla til að nýtja þau. 


mbl.is 58% kusu í Grímsey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þeir sem kjósa ekki hafa bara ekkert rétt á að nöldra.

Segðu fólki það ef það er að tjá sig.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.4.2013 kl. 19:11

2 identicon

Sæll Tómas, það er umhugsunarefni ef fólk er farið að hugsa þannig að það þurfi ekki að fara og kjósa, niðurstöðurnar komi fram í skoðanakönnunum, ef það er raunin þá er spurning hvort ætti að banna þær tiltekinn tíma fyrir kosningar. kv kbk.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 27.4.2013 kl. 20:58

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta endar í 70%. Það er miklu betra en hlutur óákveðinna hefur verið í skoðanakönnunum. Ég hef heldur áhyggjur af stjórnarmyndun. Ef reynt verður að klastra saman vinstri og hægri, þá erum við með önnur fjögur ár í stjórnarkreppu og þrasi.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.4.2013 kl. 21:45

4 Smámynd: Högni Elfar Gylfason

Ég er sammála þér Kristján og hef reyndar verið þeirrar skoðunar lengi að banna skuli allar skoðanakannanir um öll pólitísk málefni í a.m.k. þrjá mánuði fyrir kosningar. Ég held nefnilega að þessar skoðanakannanir séu afar skoðanamyndandi hjá mörgum, eins og sést á þessum sveiflum frá einni könnun til annarrar. Það á líka við um þær kannanir sem eru uppsettar til að fá "réttar" niðurstöður sbr. spurningar um áframhald samningaviðræðna við ESB og að fá að kíkja á hvað sé í boði þegar allir sem hafa kynnt sér þessi mál vita að ekki er um eiginlegar samningaviðræður að ræða heldur aðlögun og samhliða upptöku allra laga og reglna ESB ásamt breytingum á stofnunum til samræmis við ESB báknið.

Góðar stundir.

Högni Elfar Gylfason, 27.4.2013 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband