Euroþreyttir Þjóðverjar

Það er ekki hægt annað en að sjá vaxandi merki um pirring Þjóðverja gagnvart euroinu og Eurosvæðinu.  Þeir virðist oft á tíðum vera hætt að lítast á blikuna, enda sívaxandi kröfur og líkur á því að þeir sitji uppi með stóran hluta af reikningnum.

Það er einnig áberandi að samskipti Þýskalands og Frakklands eru ekki eins vinsamleg og áður.  Það virðist haldast nokkuð í hendur við æ fleiri teikn um að Frakkland ráði ekki við efnahagsörðugleika sína og hafi ekki pólískkan kjark til þess að horfast í augu við þá.

Á sama tíma virðast samskpti Breta og Þjóðverja vera á mun jákvæðari nótum en oft áður.  Það helst í hendur við vaxandi viðskipti ríkjanna, en nýlega fór Bretland frá úr Frakklandi í viðskiptum við Þýskaland og varð stærsti viðskiptafélagi Þjóðverja.   

Það er nokkuð sem eftir var tekið, enda sterk vísbending um að sameiginlegur gjaldmiðill tryggi ekki vöct viðskipta, heldur séu aðrir þættir sem séu mikilvægari.  Ekki síst að sjálfsögðu samkeppnishæfi.'

Í bakgrunninum eru svo Þýsku kosningarnar í haust.  Það er næsta víst að fyrir þær dugar ekki fyrir Merkel að kjósendum gruni hana um óþarfa linkinnd gagnvart öðrum "Sambandsþjóðum", eða þá gruni að hún ætli þeim að borga hluta reikningsins fyrir efnahagsvandræði annara euroþjóða.

Það er því líklega erfið jafnvægislist framundan hjá Merkel.  Nýstofnaður flokkur, Nýr valkostur fyrir Þýskaland, gerir henni ekki auðveldara fyrir.

En þetta þýðir líka að fyrir önnur ríki á Eurosvæðinu, geta eru óvissir tímar framundan.   Það er alla vegna ekki hægt að mæla með því við neitt þeirra að koma og biðja um aðstoð, stuttu fyrir Þýsku kosningarnar. 

 

 


mbl.is Vilja ekki eitt innistæðutryggingakerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband