26.4.2013 | 22:56
Sjálfstæðisflokkurinn að ná forystunni á endasprettinum
Ef að þetta verður niðurstaða kosninganna verður það mikill léttir fyrir Sjálfstæðismenn, þó að varla sé hægt að tala um það sem mikinn sigur.
En Framóknarflokkurinn mun vinna sigur, þó að hann verði ekki jafn stór og margir ætluðu og fyrir hann er það langt í frá að vera ósigur að vera annar stærsti flokkur landsins. Það er rétt að hafa í huga að það er ekki langt síðan að margir voru reiðubúinir til að því sem næst afskrifa Framsóknarflokkinn.
Samfylkingin nær ekki að bæta sína stöðu, og Vinstri græn eru tapa miklu frá síðustu kosningum, en eru samt á gamalkunnum slóðum.
Björt framtíð sígur frá síðustu Gallup könnum og það gera Píratar einnig. Það bendir allt til að þau komi mönnum á þing, en þeir þurfa að passa upp á að þeirra fólk skili sér á kjörstað. Það er spurning hvort að þeir hafi maskínu í það, eða hafi hvatt fólk nægilega til að mæta á kjörstað.
Sem "Sambandsandstæðingur" hlýt ég að vekja athygli á því að tveir hörðustu "Sambandsflokkarnir" hafa samanlagt 20.7% fylg í þesari Gallup könnuni. Mér þætti það vissulega gleðilefni, ef þeir tveir flokkar nytu ekki meira fylgis.
En kosningarnar eru á margan hátt spennandi og sjálfur hef ég það á tilfinningunni að það verði eitthvað sem kemur á óvart á morgun. Ég hef bara ekki hugmyndu um hvað það gæti orðið. Það gæti líka einfaldlega verið tóm vitleysa í mér.
En í lokin er best að hvetja alla til að kjósa. Það er mest áriðandi.
Sjálfur er ég löngu búinn að kjósa og kaus að sjálfsögðu rétt. Eins og alltaf áður.
Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.4.2013 kl. 07:35 | Facebook
Athugasemdir
Fjögur dæmi um atburði sem gætu komið á óvart:
1) Fylgi Sjálfstæðisflokksins er leiðrétt fyrir "incumbent bias". Það á ekki endilega við núna þegar hann er búinn að vera í stjórnarandstöðu í rúmlega heilt kjörtímabil. Hann gæti fengið meira en spáð hefur verið.
2) Fylgi stjórnarflokkanna er ekki leiðrétt fyrir "incumbent bias". Þeir gætu verið ofmældir.
3) Regnboginn þarf ekki að ná 5% til að komast inn á þing ef þeir fá mann kjördæmakjörinn. Jón Bjarna eða Bjarni Harðar gætu komist inn.
4) Margir stuðningsmenn minnstu framboðanna gætu snúist á sveif með Pírötum eða Bjartir framtíð, jafnvel stjórnarflokkunum, á síðustu stundu og þeir fengið meira en þeim hefur verið spáð.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 27.4.2013 kl. 00:37
Bestu þakkir fyrir þetta Hans. Það er ýmislegt sem gæti komið á óvart. Persónulega held ég að stjórnarflokkarnir (illu heilli) gætu komið örlítið á óvart, með því að sækja fylgi til "litlu" framboðanna.
Ég vona að Sjálfstæðisflokkurinn komi mér skemmtilega á óvart.
Ég tel að mikil óvissa sé í kringum Jón og Bjarna. Ég hef ekki séð neinar skoðanakannir sem eru gerðar eingöngu fyrir einstök kjördæmi.
En svo er það kjörsóknin sem getur haft mikil áhrif, sérstaklega ef það verulega leiðinlegt veður.
Ég gæti trúað að slök kjörsókn væri mest áhyggjuefni fyrir framboð eins og Pírata og Bjarta framtíð. Þeirra kjósendur eru ekki jafn "establiseraðir" og þeir flokkar líklega ekki með mikil "batterí" til þess að drífa fólk af stað.
En ég hef fulla trú á því að þetta verði spennandi kosningar.
Mikil utankjörstaðakosning ætti að benda til góðrar kjörsóknar, sem er einmitt það sem þarf.
G. Tómas Gunnarsson, 27.4.2013 kl. 07:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.