Þýska þingið tekur sér stöðu með lýðræðinu

Það er víða um heim hart gengið fram gegn lýðræðislegum rétti hluthafa til þess að kjósa sér fulltrúa í stjórn.  Þar á meðal á Íslandi.

Það er ánægjulegt að sjá að Þjóðverjar hafa ákveðið að standa vörð um hlutafélagalýðræðið - í það minnsta um sinn.

Það er líka ánægjulegt að sjá að enn eru til þing og þingmenn sem voga sér að standa gegn sífelldum þrýsingi um að hið opinbera blandi sér í, banni og knýji fram niðurstöðu í hinum óaðskiljanlegustu málum.

Gott mál.

 

 


mbl.is Þjóðverjar hafna kynjakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert líklega ekki búinn að kynna þér aðdraganda þessa máls í Þýskalandi heldur bloggar aðeins við frétt á mbl.is.

Stefán (IP-tala skráð) 19.4.2013 kl. 05:28

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég hef ekki kynnt mér málið í Þýskalandi, eða forsögu þess.  Rétt eins og í mörgum öðrum málum fjalla ég um málið út frá fjölmiðlaumfjöllun þeirri sem ég sé.

Ég þygg hins vegar með þökkum frekari upplýsingar um málið.

Það eina sem ég hafði séð nú nýlega var frétt í Spiegel, sem bætti nokkru við, en fór ekki yfir alla sögu málsins.

G. Tómas Gunnarsson, 19.4.2013 kl. 06:07

3 identicon

Það er oft miklu meira spennandi að lesa fréttir og umfjöllun á erlendum vefmiðlum.

Svo er það oft betri heimild.

Stefán (IP-tala skráð) 19.4.2013 kl. 06:51

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég blogga hér á Íslensku, vegna þess að mig vantaði vettvang þar sem ég notaði Íslensku, og notaði hana þá flesta daga.

Fannst alveg tilvalið að nota blog.is fyrir það.

Hitt er svo að mér finnst Íslenskir fjölmiðlar alla jafna góðir á "breiddina".  Það er að segja að þeir dekka stóran part af veröldinni og jafnvel betur en ýmsir aðrir miðlar.

En þegar kemur að "dýptinni" má líklega segja að annað sé upp á teningnum.  Líklega skrifast það mest og helst á blankheit.

En það er oft sem frétt í Íslenskum miðli vekur forvitni mína og verður til þess að ég leita frekari upplýsinga í erlendum miðlum.  Það gerist líka með margar fréttir sem ég les í erlendum miðlum.

En það er vissulega takmörk fyrir því hvað ég get leyft mér að eyða miklum tíma í þessa fréttafíkn mína.

En ég er nokkuð sáttur við ákvörðun Þýska þingsins, eins langt og mín vitneskja nær.

En eins og ég sagði áðan, þygg ég frekari ábendingar eða tengla, ef menn telja að það myndi breyta sýn minni á málið.

Það er í og með þess vegna sem ég hef athugasemdirnar alltaf opnar.

G. Tómas Gunnarsson, 19.4.2013 kl. 07:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband