Þrjár kannanir. Mismunandi niðurstöður, en sama fylgishreyfingin

Nú höfum við séð þrjár skoðanakannanir á skömmum tíma.  Frá Fréttablaðinu/Stöð2, MMR og nú Gallup. Allar eru þær með nokkuð ólíkar niðurstöður.   Þeim ber ekki saman t.d. um hver er stærsti flokkurinn.

En allar sýna þær þó sama "trendið".  Fylgið er að færast frá Framsóknarflokki til Sjálfstæðisflokks.

Samfylking og Vinstri græn bæta við sig á kostnað nýju framboðana.  Fylgið er að leita heim.

Það er einna helst að Gallup skeri sig úr með áframhaldandi uppgang Pírata.

En ef til vill felst meginskýringin í því að könnun Gallup er gerð frá 10. til 17. apríl.   Könnun MMR er gerð 17. og 18. apríl.

Þó að varasamt sé að fyllyrða nokkuð, er ákaflega freistandi að álykta að könnun Gallup og MMR sé að sýna nákvæmlega sömu fylgishreyfingar, en Gallup sé einfaldlega nokkuð á eftir, vegna þess að þar nær mælingin aftur til þess 10.

Ég freistast því til að álykta að könnun MMR sé nær því að sýna stöuna eins og hún er í dag.  

Það skýrir t.d. muninn á því að Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur hjá MMR, Framsóknarflokkurinn heldur efsta sætinu hjá Gallup.

Fylgið er einfaldlega á fleygiferð, frá Framsóknarflokknum til Sjálfstæðisflokks. 

 

Hér er frétt RUV um Gallup könnunina. 

 


mbl.is Framsókn stærst í könnun Gallup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband