6 flokkar á Alþingi

Línurnar eru að verða nokkuð skýrar.  Framsóknarflokkurinn mælist með í kringum eða rétt undir 30%, Sjálfstæðisflokkur í kringum 20%, Samfylkingin í kringum 12%, Björt framtíð í kringum 10%, Vg á milli 7 og 8% og Píratar í kringum 7%.

En auðvitað getur allt gerst ennþá, kosningar hafa báði unnist og tapast á styttri tíma en 2. vikum.

En rétt ríflega 2. vikur eru til kosninga. 

Það myndi koma mér verulega á óvart ef fleiri flokkar blönduðu sér af nokkurri alvöru í baráttu um þingsæti.

En ég held að það þurfi að vera frekar stór tíðindi sem breyti þeim meginlínum sem blasa við, þó að sjálfsagt verði tölurnar eitthvað öðruvísu þegar talið verður upp úr kjörkössunum.

En næstu 2. vikurnar munu að öllum líkindum litast af harðri baráttu allra flokka við Framsóknarflokkinn.  Framsóknarflokkurinn mun að öllum líkindum reyna að keyra áfram, nákvæmlega eins og hingað til.  Hann getur ekki gert neitt meira til að vinna kosningarnar.  Hans kúrs miðast fyrst og fremst við að gera engin mistök, sem gæti þýtt að hann tapi niður forskotinu.

En það er einmitt það sem hinir flokkarnir (og fjölmiðlarnir) munu að öllum líkindum gera æ örvæntingarfullar tilraunir til þess að ná fram.

Ég er enn þeirrar skoðunar að úrslit eins og þessi séu líklegust til að leiða til myndunar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna.

Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur væri svo næsti kostur.

Það er því vinstri stjórn í spilunum, 4. ár í viðbót. 

 

 

 


mbl.is Framsókn með 29%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var að horfa á viðtalið við Bjarna Benediktsson á Ríkisútvarpinu áðan.  Bjarni má ekki láta undan haturs mönnum Sjálfstæðisflokksins og segja af sér , núna rétt fyrir kosningar.

kv. Sæmundur Gunnarsson

Sæmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.4.2013 kl. 23:17

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er stórlega dregið í efa að Bjarna takist að segja af sér

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.4.2013 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband