Ekkert stopp?

Nú er fylgi Framsókarflokksins komið á það flug að ég er eiginlega hættur að trúa þessu.  Þessi niðurstaða sem er í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 er hreint ótrúleg.

Árangur áfram, ekkert stopp söng Framsókn um árið og þannig virðist þessi kosningabrátta ætla að þróast hjá þeim.

Framsókn með 40%, Sjálfstæðisflokkurinn undir 20%, Samfylking og Björt framtíð bæði undir 10% og Vinstri græn við að detta af þingi.

Það var alla vegna gott að þessi könnun birtist ekki 1. apríl.  Það hefði engin tekið mark á henni.

Píratar komast samkvæmt þessari könnun á þing, ég fagna því, tel þá langáhugaverðasta af nýju framboðunum.

En það hljóta að mælast skjálftar víða í hinum pólítísku heimum í dag.

Það verður verulega fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum hinna flokkanna næstu dag.  Öll spjót munu líklega standa á Framsóknarflokknum, það er ekki raunhæft að ætla sér að ná i fylgi nokkurs staðar annarsstaðar.  Hinir flokkarnir eru skornir inn að beini.

En þetta getur haft gríðarleg áhrif á kosningabaráttuna, því slæmar fréttir eins og þessi getur drepið niður alla stemningu hjá flokkunum. 

Færri sjálfboðaliðar, minni framlög o.s.frv.

En spennan minkar ekki.

 

 


mbl.is Framsókn fengi 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þetta verða nú ekki úrslitin en líklega verður útkoman eins og Elín Hirst var að spá, sama ríkisstjórn en Framsókn bætist við í forsætisráðuneytinu - og með fleiri ráðuneyti.

Ég held að loforð Framsóknar um flatan niðurskurð húsnæðislána sé meginorsökin fyrir þessu, og svo æseif, en það síðarnefnda hefur höfðað til einhverskonar þjóðerniskenndar hjá landanum.

Sjálfstæðisflokkurinn tapar vegna þess að BB hefur engan vegin staðið sig sem formaður, þótt hann hafi haft fylgi hérna áðurfyrr þá hefur hann síðan klúðrað málum, bæði æseif og svo hefur hann bendlast við fjármálamisferli. Og satt að segja kemur hann ekki vel fyrir í fjölmiðlum, alltaf svolítið eins og hann sé í vörn, voða sár og svekktur yfir því hvað allir eru vondir við hann. Þetta er barnaleg framkoma sem er mjög fráhrindandi. Ber alls ekki vott um það sjálfsöryggi og framtíðarsýn sem fólk vill sjá í leiðtoga.

Ég er enn á því að Sigmundur sé sá eini af formönnunum sem þykir hafa einmitt þessa eiginleika og því eigi hann persónulega stóran hluta af fylgi Frammó. 

Svo eru líklega margir sem eru sammála prestinum í Holti um að Sjalló sé orðinn flokkur peningamanna og hafi sagt skilið við gömlu íhaldsgildin.

Kristján G. Arngrímsson, 5.4.2013 kl. 08:21

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Hvað varðar Bjarna Ben, mældist Sjálfstæðisflokkurinn með langt yfir 30% fylgi, bæði eftir IceSave og það eru heldur neinar nýjar fréttir að hann hafi verið bendlaður við fjármálamisferli, sem nota bene er rétt að leggja áherslu á orðið bendlaður.  Ekkert hefur komið fram sem staðfestir þær ásakanir, en það er vissulega aldrei jákvætt fyrir stjórnmálamann að vera bendlaður við slíkt.

En vendipunkturinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn varð í kringum landsfundinn.   Ég hef ekki fest augun á því hvað nákvæmlega olli því, enda ekki á landsfundi, eða á landinu yfirleitt.

En ég er sammála því að ég á erfitt með að trúa að úrslitin verði sem þarna er spáð, en líklega er næsta víst að að Framsókn vinnur stóran sigur.

Ég er líka sammála því að líklegast ríkisstjórnin sem kemur út úr þessu er ríkisstjórn Framsóknar, Samfylkingar og Vinstri grænna.

Vendipunkturinn hjá Framsókn var IceSave.  Það færði Sigmundir og flokknum trúverðugleika sem hann hafði ekki haft og fékk fólk til að hlusta.  Nú og ef hann hafði rétt fyrir sér þá, gæti þá ekki hugsasta að hann hafi rétt fyrir sér um......

En svona spot könnun kemur örugglega skjálfta af stað víða.

G. Tómas Gunnarsson, 5.4.2013 kl. 08:30

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Hvernig er það, hófst ekki fylgishrun Sjalló um það leyti sem presturinn í Holti boðaði hreyfingu sína til samstarfs með Frammó?

Kristján G. Arngrímsson, 5.4.2013 kl. 08:33

4 identicon

Umhugsunarvert er að þeir sem streyma nú til Framsóknar eru ekki fólk sem er að hugsa hvernig það geti hjálpað öðrum, heldur fólk sem vill bjarga sjálfu sér.  Svo sem ekkert við því að segja en þarna eru engar hugsjónir á ferðinni heldur neyðarbrauðið.   Kanski líka komið nóg af hugsjónum ;-) 

Að sumu leiti yrði fróðlegt ef Framsókn fengi hreinan meirihluta, þá yrðu þeir að standa við stóru orðin, ekki hægt að skýla sér á bak við málamiðlanir stjórnarsamstarfs.

Svo er líka annar möguleiki að opnast og hann er sá að Framsókn og Píratar taki saman í meirihlutastjórn. Ekki það að ég hafi sérstaka trú á Pírötum, veit raunar ekki hvað þetta er! 

Kanski hefði þurft að koma prímataflokkur. Við erum jú öll ekkert annað en hárlaus útgáfa af öpum,kanski mikilvægt að vísa til þessa apaeðlis til að menn geri sér ekki of miklar væntingar um sigur mannsandans yfir efninu!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 5.4.2013 kl. 08:42

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég held Kristján, að þú sérst kominn nær púlsinum þarna.  Þó að ég held að klerkurinn frá Holti sé ekki persónulega það sem veldur.  En húsnæðislánavandinn spilar stóra rullu, það er auðvitað engin spurning.

Hvort viltu láta lækka skatta fyrir alla, eða lækka húsnæðislánin þín?

Fyrst Sigmundur Davíð hafði rétt fyrir sér hvað varðar IceSave, gæti þá verið að hann hafi rétt hjá sér hvað varðar húsnæðislánin?  Er ekki vel þess virði að fórna einu atkvæði til að finna það út?

Þetta er alla vegna nokkuð það sem ég er að skynja.

Það borðar engin hugsjónir sínar Bjarni Gunnlaugur, eða borgar skuldir sínar með þeim.  Ef til vill telur fólk sig ekki hafa efni á hugsjónum núna?  

Hvað Pírata varðar, þá finnst mér ýmislegt mæla með þeim.  Internetið er stórmerkilegur hlutur og tímabært að stjórnvöld og Alþingi fari að gera sér betur grein fyrir því hvernig það hefur breytt lífi okkar allra og hvernig það mun breyta því í framtíðinni.

Svo gef ég þeim reyndar sérstakan plús fyrir að hafa megnað að sneyða því sem næst algerlega hjá hinum "hefðbundnu kverúlöntum" sem sækja í nýja flokka og fara heldur ekki "celeb" leiðina í að raða á lista.  Að mörgu leyti finnst mér Birgitta einmitt veikasti hlekkurinn, þó að ég geri mér vissulega grein fyrir því að hún dregur athygli að framboðinu.

G. Tómas Gunnarsson, 5.4.2013 kl. 10:29

6 Smámynd: Elle_

G. Tómas, þú segir: Ég er líka sammála því að líklegast ríkisstjórnin sem kemur út úr þessu er ríkisstjórn Framsóknar, Samfylkingar og Vinstri grænna.

Guð hjálpi okkur ef Framsóknarflokkurinn notar endurreisn flokksins sem þeir unnu fyrir, í að vinna með landsöluflokkunum.  Vil ekki trúa að þeir, sem stóðu allan tímann eins og klettur gegn ESB-fáráðinu og Evrópustofumálinu, og ICESAVE, fari niður á það plan að vinna með þeim flokkum.

Elle_, 5.4.2013 kl. 12:30

7 Smámynd: Rafn Guðmundsson

of eftir nokkur ár þá segum við aftur "það voru ekki einu sinni bremsuför"

Rafn Guðmundsson, 5.4.2013 kl. 17:41

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Pólítík er oft ekki "blátt áfram".  Það liggur oft ekki beinast við að tveir stærstu flokkarnir myndi ríkisstjórn. 

Að mörgu leyti liggur það beinna við og væri líklega betra fyrir Framsóknarflokkinn að taka með sér 2. littla flokka en Sjálfstæðisflokkinn í stjórn.  Þá hefði Framsóknarflokkurinn meiri tögl og hagldir í þeirri ríkisstjórn og ætti hugsanlega auðveldara með að koma stefnumiðum sínum í framkvæmd.  En hugsanlega er stórt orð.

En það er ekki endilega klókt að starfa með sínum helsta andstæðingi(um fylgi) í ríkisstjórn.   Líttu á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, var hún farsæl?  Á pappírunum sterk og mikil stjórn.  Tveir stærstu flokkarnir o.s.frv...

En það verður fróðlegt að sjá hvað gerist.  Persónulega finnst mér ég sjá æ fleiri merki þess að Framsókn fari til vinstri.  Ég yrði þó glaður ef svo yrði ekki.

G. Tómas Gunnarsson, 6.4.2013 kl. 05:26

9 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Samfylkingin er nú - með Árna Pál í formennsku - sosum alveg jafn mikið hægri og vinstri. Þannig að það ætti ekki að þurfa að standa í Framsóknarmönnum. Og þeir eiga ESB-andstyggðina (afsakið, andstöðuna) sameiginelga með VG.

Kristján G. Arngrímsson, 9.4.2013 kl. 15:28

10 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er útaf ESB andstöðunni, sem ég hygg að Framsóknarmönnum hugnist betur að mynda BVS stjórn, frekar en BAS stjórn.

Það er líka ákveðin tegund af "framsóknarkommum", sem flokkarnir eiga sameiginlega, þó að þeir séu líklega flestir farnir úr VG.

Það er reyndar svo merkilegt að einhvern tíma las ég það að það hefði munað minnstu að Steingrímur J. gengi í Framsóknarflokkinn, þegar Alþýðubandalagið var að ganga inn í Samfylkingu.

Árni Páll byrjaði sinn pólítíska feril (eins og flestir frammámenn Samfylkingar) í Alþýðubandalaginu, hann mun ekki eiga verulega erfitt með að vinna með Framsókn.  Það að komast í ríkisstjórn væri líklega það eina sem gæti bjargað formannsferli hans.  Hann mun því ekki selja sig dýrt.

G. Tómas Gunnarsson, 9.4.2013 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband