Ef.....

Þegar horft er til baka er oft gaman að velta því fyrir sér hvað hefði gerst ef atburðarásin hefði verið ofurlítið öðruvísu.  Það er að segja að búa til EF spurningar.

Eins og staðan er núna stefnir allt í verulega góðan sigur Framsóknarflokks í komandi kosningum.  En staðan var ekki þannig á síðasta ári.  Framsóknarflokki miðaði lítt áfram og gengi hans í skoðanakönnunum benti til þess að hann næði ekki til kjósenda.

Formaðurinn var jafnvel talinn valtur í sessi og þegar hann tilkynnti um að hann hyggðist bjóða sig fram í NorðAustur kjördæmi, töldu ýmsir að hann væri lagður á flótta og þó nokkrir á meðal heimamanna brugðust illa við og hömuðust við að skella honum í prófkjöri (tvöfallt kjördæmisþing).

Stuðningsmenn Höskuldar Þórhallssonar börðust hart gegn því að formaður flokksins hlyti brautargengi og voru sumir jafnvel svo bjartsýnir að með því að leggja formanninn væri pólítískri framtíð hans veruleg hætta búin og skipta yrði um formann hjá Framsóknarflokknum.

Pólítískir andstæðingar Framsóknarflokksins runnu auðvitað á lyktina og um hríð varð úr þessu nokkur fjölmiðlaatgangur.

En það þekkja líklega flestir hvernig fór og Sigmundur Davíð náði efsta sætinu nokkuð auðveldlega.  Nokkur tími leið og niðurstöður EFTA dómstólsins komu í IceSave málinu.

Fljótlega fór fylgi Framsóknarflokksins að rísa í skoðanakönnunum og könnun birtist þar sem Sigmundur Davíð naut mest trausts af stjórnmálaleiðtogum.

En hvað hefði gerst EF Höskuldur Þórhallsson hefðii borið sigur úr býtum á kjördæmisþingi Framsóknar? 

Hefði Sigmundur Davíð þá verið endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins?  Hefði fylgisaukning Framsóknarflokksins orðið eins mikil og raun ber vitni nú?

Svona EF spurningum er alltaf erfitt að svara.

En persónulega held ég að fylgisaukning Framsóknar hefði ekki skilað sér í neinum viðlíka mæli og við sjáum í könnunum nú.

Persónulega tel ég að velgengni Framsóknarflokksins í skoðanakönnunum nú sé ekki hvað síst persónulegur sigur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.  Hann sem kom inn í Íslensk stjórnmál í gegnum InDefense hópinn, og hlaut trúverðugleika fyrir sem hann hefur fært yfir til Framsóknarflokksins.

Persónulega tel ég það einnig ekki síst fyrir hans tilstuðlan sem að sterkir frambjóðendur hafa laðast að Framsóknarflokknum, og draga að honum atkvæði.

Hvort að Framsóknarflokkurinn nær að standa við kosningaáherslur sínar er verulega óljóst.  Það kemur ekki í ljós fyrr en ríkisstjórn undir forsæti Framsóknarflokks hefur starfað í einhverja mánuði eftir kosningar.

En hitt er ljóst að trúverðugleiki Framsóknarflokksins er í sögulegu hámarki akkúrat núna og kjósendur eru tilbúnir að veðja atkvæði sínu á hann.   Það er það sem Sigmundur Davíð færði Framsóknarflokknum.

Hvort að Sigmundur og Framsóknarflokkurinn nær að stand undir því kemur ekki i ljós fyrr en eftir kosningar, en það er kjósenda að veita Framsóknarflokknum það aðhald.

En það er ljóst að kjósendur, ekki síst á landsbyggðinni horfa til Framsóknarflokksins til að breyta því ástndi sem ríkir í Íslensku samfélagi í dag.

Þess vegna bendir allt til þess að Framsóknarflokkurinn vinni stórkostlega sigra í NorðAusturkjördæmi og i Suðurkjördæmi.

Líklega eru fáir ef nokkrir pólítískri baráttumenn, jafn fegnir og stuðningsmenn Höskuldar Þórhallssonar yfir því að hafa beðið pólítískan ósigur.

 


mbl.is Framsókn fengi 10 þingmenn í NA- og S-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband