Ekki bara "klipping" heldur "rúning inn að skinni".

Nú er þegar byrjað að tala um að sparifjáreigendur í tveimur stærstu bönkum Kýpur fari mun verr út úr bankakreppunni þar en talað hafði verið um.

Fyrir sparifjáreigendur með innistæður í Kýpurbanka (Bank of Cyprus) er nú talað um að þeir fái ekkert borgað út af innistæðum sínum yfir 100.000 euro.

37.5% af innistæðunum verði breytt í hlutabréf (ekki ríkir mikil bjartsýni um að þau verði mikils virði), 40% verði á bundnum vaxtaberandi reiking, sem ekki verði til ráðstöfunar nema að bankinn gangi vel (ekki ríkir mikil bjartsýni um að svo verði) og síðustu 22.5% verði sömuleiðis bundin, en beri enga vexti.

Talað er um að sparifjáreigendur í Alþýðubankanum á Kýpur (Bank Popular, eða Laiki Bank) missi u.þ.b. 80% af inneignum sínum, umfram 100.000 euro, en afgangurinn verði fluttur yfir til Kýpurbanka.

Þetta er, ef af verður, vægast sagt "snögg klipping" og líkist mun meiri því að vera rúinn inn að skinni.

Þetta bendir líka til þess að staða bankanna sé mun verri en af var látið, eða eins og margir hafa viljað halda fram, að staðan hafi versnað gríðarlega á meðan bankarnir voru lokaðir, vegna fjárflótta sem átti sér stað.

Betur tengdir aðilar (þar á meða ýmsir Rússneskir "sparifjáreigendur") hafi fengið að flytja risafjárhæðir á brott, og því verði tapið hjá þeim sem eftir sitja ennþá meira.

En verði þetta niðurstaðan eykur þetta vandræðin sem efnahagslífið á Kýpur horfist í augu við.  Þetta mun einnig enn bæta í vaxandi vantraust á bankastofnunum um allan heim, en þó sértaklega í Evrópusambandinu.  Vantraustinu verður vissulega misskipt á milli landa og verður lang mest í þeim löndum sem nú þegar hafa fengið neyðaraðstoð, eða þungur orðrómur er um að þurfi að sækja um hana.

Sjálfsagt er þetta allt til þess fallið að styrkja euroið og "Sambandið" eins og ýmsir Íslenskir "Sambandssinnar" halda reglulega fram.

Þetta lítur ekki þannig út frá mínum sjónarhól.   En ég er meira en tilbúin til að heyra rök í þá veru.  Athugasemdakerfið er opið, nú sem endranær.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við bíðum bara eftir að Árni Páll útskýri þetta á mannamáli. Þarf Evrópa að borga fyrir evruna 1 sinni eða tvisvar?

Pakkakíkir (IP-tala skráð) 30.3.2013 kl. 09:23

2 identicon

Góður að vanda Tómas! er ekki nær að tala um fláningu í þessu samhengi?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.3.2013 kl. 17:05

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það gæti nú þurft að bíða eftir Árna Páli.  Ég hef meiri trú á því að Össur komi fljótlega og segi Íslendingum að búið sé að leysa Eurokrísuna og euroið og "Sambandið" standi sterkara en nokkru sinni fyrr.

Menn sleppa út með skinnið.  En ef þetta verður niðurstaðan er rúið alveg innað að því og ekki ólíklegt að einhver roði sá á því Kristján.

G. Tómas Gunnarsson, 31.3.2013 kl. 04:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband