"Töfralausnin" í Sloveniu

Landið hefur glatað samkeppnishæfi síðan það tók upp euro, og það leiðir til hægs efnahagslegs hruns.  Markaðurinn hefur verið værukær, en það hefur verið ljóst um langa hríð að bankarnir þurfa endurfjármögnum, og það er ekki auvelt að afla fjár við núverandi kringumstæður.
(The country has lost competitiveness since joining the euro and it’s lead to slow economic collapse. Markets have been very complacent, but it has been clear for a long time that the banks need recapitalisation, and it is not easy to raise money in this climate,” said Lars Christensen from Danske Bank).

 

Þetta segir "Íslandsvinurinn" Lars Christensen, starfmaður Danske Bank um ástandið í Sloveniu.

Lars bætist hér í hóp þeirra sem halda því fram að Slovenia verði líklega næsta land Eurosvæðisins sem þurfi að sækja um neyðaraðstoð.

Hjá þremur stærstu bönkum landsins eru lán í vanskilum ríflega 20% og fleiri hagvísar benda niður á við.

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn á von á því að efnahagurinn skreppi saman um 2% á þessu ári, eftir samdrátt upp á 2.3% á því síðasta.  Húsnæðiverð féll að raunvirði um 13.5% á síðast ári til viðbótar eftir að hafa fallið í verði flest ár frá 2007.

Slovenia tók upp euro 1. janúar 2007 fyrst ríkja í A-Evrópu.

Hér er svo stöplarit yfir stærð bankakerfis nokkurra Evrópuríkja borið saman bið landsframleiðslu (GDP).  Slovenia er þó ekki þar á meðal, en bankkerfið þar er þó ekki það stórt, aðeins um 130% ef ég hef skilið rétt.  Þar er tapið á samkeppnishæfi og útlánatöp sem skapa vandan.

Bankding assets hlutfall af GDP end 2011

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P.S. Auðvitað veit engin hvað mun gerast, en vangaveltur eru yfirleitt ekki á bjartsýnni nótunum.  Þróunin gefur heldur ekki ástæðu til þess.  Þegar eru margir farnir að tala um hvaða ríki gætu fylgt í kjölfar Sloveniu (sem er þó ekki ljóst hvort að þarf á neyðaraðstoð að ræða).

Þar tala flestir um Möltu og Luxemborg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband