Þörf sósíalista fyrir guði

Hún er einkennileg þessi sífellda þörf sósíalista til að lyfta leiðtogum sínum á guðumlíkan stall.

Tilbeiðsla, bæði fyrir og eftir andlát og svo "múmíudýrkun" í áratugi.

Það þarf ekki nema að nefna Lenín, Stalín, Maó, "Il Jongana" og nú Chavez.

Það er spurning hvað veldur?  Er það vegna þess að sósíalistarnir hafa aðallega komist til valda í lítt þróuðum ríkjum?  Eða kemur það ef til vill út af því að þeir hafa reynt að ýta öðrum guðum til hliðar?

Ef til vill hefur einhver krufið þetta til mergjar, en ég man þó ekki eftir að hafa slíka úttkekt.  Hefði gaman ef einhver gæti bent mér á eitthvað um þetta.

Sem betur fer hefur þessi "guðadýrkun" ekki verið sérlega merkjanleg hjá Íslenskum sósíalistum.  Vissulega þykir Vinstri grænum gaman að prenta andlit formanna sinna á boli í líki Che Guevara (sem er auðvitað nokkurs konar hálfguð), en það verður þó að teljast fremur sakleysislegt í hinu stóra samhengi.

 

 

 

 


mbl.is Vel tekið á móti Chavez
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband