Skynsamleg tillaga, en skaðinn að hluta til skeður. Hverfur "Rússagullið" á brott?

Enn er ekki búið að samþykkja endanlega hvernig "klipping" sparifjáreigenda á Kýpur verður.  Alþingi þeirra Kýpurbúa á enn eftir að greiða atkvæði um hvernig verður staðið að málum.

Ef marka má fréttir er talin nokkur óvissa um hvernig atkvæði gætu skipast og er það meginástæða þess að ákvörðunni og atkvæðagreiðslunni var frestað.

En það hljómar skynsamlega að reyna að sneiða hjá smærri sparifjáreigendum hvað varðar skerðingu.  Skaðinn kann þó að vera að hluta til kominn fram, þar sem tillögurnar hafa án efa vakið ugg hjá mörgum sparifjáreigendum, sérstaklega í löndum Eurosvæðisins sem hafa átt í erfiðleikum, s.s. Portúgal, Ítalíu, Spáni og Grikklandi.

Ekki er ólíklegt að fjárstreymi hafi aukist til landa eins og Sviss í kjölfarið.

Fum, óskýr og óákveðin viðbrögð eru ekki best til þess fallinn að viðhalda trausti á fjármálastofnunum.

En það er  spurning hvað eigendur hins Rússneska fés, sem sagt er vera í bönkum á Kýpur, taka til bragðs.

Munu þeir ákveða að draga fé sitt út úr landinu, frekar en að eiga von á frekari skerðingu?  Munu þeir treyst bönkum á Kýpur eftir þetta?

Sagt er að Rússneskt fé sé í það minnsta í kringum 15 milljarðar euroa, þannig að ef verulegur flótti brestur á, dugar það til að kollsteypa bönkum á Kýpur endanlega.

Það er svo vert að velta fyrir sér hvers vegna svona lítið land eins og Kýpur veldur slíku uppnámi.  Landsframleiðsla (GDP) nemur í kringum 0.2% af heildar landsframleiðslu eurolandanna.  Upphæði björgunarpakkans er í kringum 10 milljarðar euroa, sem er eins og vasapeningar miðað við þær upphæðir sem þurfti til að bjarga Grikklandi, Portúgal og Írlandi.

En samt fer allt í uppnám.  Milljarðar euroa "hverfa" á verðbréfamörkuðum.  Meira að segja Deutsche Bank lækkaði verulega á tímabili.

Í miðju þessa er euroið.  Það er meginástæða óróans.  

 

 


mbl.is Mörkin verða 100.000 evrur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir geta lítið huggað sig við fjórfrelsið núna. Frjalst streymi fjármagns þýðir líka frjálst streymi út. Kannski var ekki gert ráð fyrir því í útópíunni.

Auðvitað kippa menn peningunum sínum í skjól eftir svona hótanir. Þetta beimdist orðið að stærstu fjármagnseigendum og þeir sitja ekki aðgerðalausir. Þetta á eftir að hafa enn eina fatal keðjuverkunina í euro sovétinu. Evrópska rúblan á sér varla víðreysnar von.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2013 kl. 20:25

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Spurning hvort skynsemi hafi ráðið fremur en ótti við óumflýjanlega borgarastyrjöld í þessari gömlu púðurtunnu. Á hvorn veginn sem er, þá er þetta vont. Skattgreiðendur herraþjóðana taka því ekki þegjandi að beila fleiri fórnarlömb evrunnar út. Kýpur fellur.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2013 kl. 20:27

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Persónulega er ég helst farinn að hallast að því að það verði Rússlands sem "beili" Kýpur út.

Þá auðvitað með "veði" og vinnslurétt í þeim risastórum gaslindum sem eru undan strönd Kýpur.

Það væri að ýmsu leyti merkilegt klúður af hálfu Evrópusambandsins, ef það setti slíkar gaslindir óbeint í hrammana á Rússum, sem nú þegar hafa allt of sterk tök á orkumarkaði "Sambandsins".

G. Tómas Gunnarsson, 19.3.2013 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband