17.2.2013 | 07:24
Eurokrísan er enn í fullu fjöri
Evrópski seðlabankinn stóð sig nokkuð vel á síðastlíðnu ári. Með réttum aðgerðum (s.s. að yfirlýsingu um að euroið yrði varið til síðasta blóðdropa (síðasta skattgreiðenda)), og mikilli innspýtingu fés, tókst að losa um snöruna sem herptist að Eurosvæðinu.
En það á ennþá eftir að koma svæðinu úr snörunni, þó að andardrátturinn sé heldur auðveldari.
Eins og fram kemur èi frèttinni eru skuldir margra ríkja gríðarháar, en það sem er verra er að samkeppnishæfi margra er enn verulega ábótavant.
Þannig heldur atvinnuleysi áfram að aukast í löndum eins og Grikklandi, Spáni, Ítalíu og Frakklandi.
Ef vill er bílaiðnaðurinn táknrænt dæmi um hvernig hefur verið að skilja á milli "Suður" og "Norður" eins og sjá má í þessari frétt. (og jafnvel þessari sömuleiðis)
Það gefur ekki ástæður til bjartsýni að þessi lönd nái tökum á ríksfjármálum, rétt eins og þessi fréttgefur svo sterkt til kynna.
Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að Frakkar hafa ekki skilað fjárlögum með afgangi í u.þ.b. 40 ár.
Það er því allt of snemmt að fagna sigri yfir eurorkrísunni. Þvert á móti má halda því fram að það séu næstu ár sem komi til með að ráða úrslitum um hvernig fer.
Þeir sem fylgjast með fréttum hafa líklega lesið harmakvein Frakka yfir styrkingu eurosins. Þeir eru vissulega í standandi vandræðum og verða að hella sér í tiltektina af fullum þunga. En styrkingin kemur auvðitað ekki síður við eurlöndin sem þegar voru komin á hnén, s.s. Grikkland, Portúgal, Italíu og Spán.
En sé horft til Þýsklands, ætti euroið að vera enn sterkara.
Þar liggur vandinn. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig Hollande hyggst auka samkeppnishæfni Frakklands og skera niður í ríkisútgjöldum.
Skuldakrísan hefur ekki verið leyst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.