Ákærur vegna einkunnagjafa - Samningar náðust ekki

Þetta er fróðlegt mál og kemur til með að hafa áhrif víða um lönd og það líklega til lengri tíma.

Hve mikil ábyrgð fylgir því að gefa út einkunnir um fjárhagslega getu ríkisstjórna, fyrirtækja og hve áreiðanleg skuldabréf og vafningar eru?

Það er nú stóra spurningin sem nú verður látið reyna á fyrir dómi. 

Samkvæmt fréttum er það eftir að upp úr samningaviðræðum slitnaði, að Bandarísk stjórnvöld ákveða að kæra S&P.  Samningaviðræður leiða nefnilega ekki alltaf til samninga.

Ég held að enginn velkist í vafa um áhrifamátt stóru matsfyrirtækjanna þriggja en spurningin er hvað ábyrgð fylgir einkunnagjöfinni og hver ætti refsingin að vera við því að gera mistök?  Og havð ef "mistökin" voru ekki mistök?

En auðvitað er þjónustan keypt af fúsum og frjálsum vilja og líklega svo margir "disclaimerar" til staðar að erfitt er að hanka matsfyrirtækin, nema að sannist að um vísvitandi blekkingar hafi verið að ræða.

Er það saknæmt að selja ráðgjöf sem reynist röng?  Eða auglýsingaherferð sem virkar ekki? 

En verður án efa fylgst af athygli með þessu máli, en nðurstaðan kemur líklega ekki fyrr en eftir langan tíma, ef hún þá kemur yfirleitt. 

 


mbl.is Bandaríkin kæra Standard & Poors
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þeir segjast ekki selja ráðgjöf heldur gefa álit, og bera fyrir sig málfrelsi.

Matsfyrirtæki hafa viðurkennt gagnleysi sitt - bofs.blog.is 

Guðmundur Ásgeirsson, 5.2.2013 kl. 14:23

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þetta  er auðvitað eins og svo margt annað skilgreiningaratriði.

Allir kaupa þjónustuna af fúsum og frjálsum vilja.  Og eins og ég sagði áður er líklega passað að henni fylgi nógu mikið af "disclaimerum".

Að því leyti til má segja að þetta sé eins og fara í mál við veðurfræðingin af því að spáin hans rættist ekki hvað varðaði staðinn sem þú ákvaðst að fara til í sumarfríinu.

Ég sé engan grunn fyrir lögsókn, nema grunur sé um vísvitandi "hagræðingu", eða eitthvað í þeim dúr.

Rangar "skoðanir" eru ekki refsiverðar.  En þar komum við að skilgreiningaratriðinu.  Eru þetta meira en skoðanir?

G. Tómas Gunnarsson, 5.2.2013 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband