Er það eins og að spila í happdrætti að leita til dómstóla?

Auðvitað er það svo að fátt er öruggt í lífinu, nema dauðinn.

Það er erfitt að fullyrða um niðurstöðu deilumála og sjá inn í framtíðina.

En mér þykir það merkilegt þegar talað er um að niðurstaðan í IceSave málinu hafi komið gríðarlega á óvart. 

Þó höfðu margir aðilar lýst stöðu Íslendinga nokkuð nákvæmlega eins og niðurstaðan varð. Íslenskir lögfræðingar höfðu skrifað greinar sem lýstu því að Bretar og Hollendingar hefðu engan lagalegan grunn fyrir kröfum sínum.

Hópar eins og InDefense og Advice höfðu sömuleiðis flutt afar góð rök fyrir því að kröfurnar byggðu ekki á neinum lagalegum grunni.

Auðvitað er það ekki trygging fyrir því að niðurstaðan yrði sú sem varð.  En það er óþarfi að láta eins og það hafi komið sérstaklega á óvart, eða sé helber tilviljun, eða eingöngu að þakka góðum lögfræðingum.

Allra síst ættu þeir einstaklingar, s.s. Jóhanna Sigurðardóttir, sem lýstu því yfir að þeir hefðu alltaf haft trú á málstað Íslands, að láta niðurstöðuna koma sér verulega á óvart.

Það er ekki eins og að kaupa happdrættismiða að leita til dómstóla, hvort sem það er innanlands eða erlendis, eða það skulum við alla vegna vona.

Dómstólar dæma eftir lögum - í það minnsta kosti alla jafna, og röksemdir um lagalega stöðu Íslands voru góðar.  Dómstólar dæma ekki eftir því hvort það sé "siðferðislega" rétt að greiða IceSave kröfuna, eins og ýmsir spekingar og álitsgjafar héldu fram.

Niðurstaðan úr IceSave málinu var ekki tilviljun.  Hún var afleiðing góðrar lagalegrar stöðu Íslands, vinnu góðs lagateymis og þeirrar samstöðu sem náðist eftir að ljóst var að ríkisstjórnin var gerð afturreka með samninga sína.

P.S. Það sem er ef til vill versta hugsunin í málinu öllu, er að stundum er eins og búist hafi verið við að dómstóllinn dæmdi á pólístískum forsendum, gegn hagsmunum Íslands.

Það er slæm tilfhugsun að talin skuli vera hætta á slíku hjá alþjóðlegum dómstól.

 

 


mbl.is Tilviljun hvernig Icesave-málið þróaðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Gleymdu ekki skattar eru líka öryggir í lífinu.

Aðal ástæðan fyrir ESB að gerast aðili í andstöðu við Ísland í EFTA dómsmálinu var að setja pressu á dómara EFTA dómsstólsins.

Hugsunin er orðin svo rotin í Brussel að það á enginn að voga sér að gera eitthvað sem ESB er ekki sammála og ánægt með.

Þess vegna urðu andsttæðingar Íslands í dómsmálinu undrandi hvernig dómsorðið var, af því að þeir eru ESB sinnar og hafa sama hugsunarhátt og ESB Brussel elítan.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 4.2.2013 kl. 22:17

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Skattar eru að því leiti til öruggir að það þarf að greiða þá.  En eins og Íslendingar sem lifa undir vinstri stjórn vita, þá er ekkert öryggi í því hvað það er mikið eða af hverju þarf að greiða.   Það breytist í sífellu.

En auðvitað var pressa á dómstólnum.

Og þátttaka ESB í málinu setti líklega aukna pressu á hann.

Ef til vill hafði það áhrif á það hve skýr og afdráttarlaus dómurinn varð.  Stundum er nefnilega mikilvægt fyrir dómstóla að sýna að þeir séu sjálfstæðir og láti ekki undan þrýstingi.

Að þeir dæmi ekki eftir því hvað hentar best, heldur eingöngu eftir lögunum.

G. Tómas Gunnarsson, 5.2.2013 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband