Þetta er býsna merkileg frétt - fyrir margar sakir.
Ef Kýpur er svo lítið, að hrun fjármálakerfisins og fjármála ríikisins skapar ekki kerfislægan vanda fyrir Eurosvæðið, hvað yrði þá sagt um Ísland? Hvað yrði sagt um Eistland?
Og sannar þetta ekki það sem svo oft hefur verið fullyrt, að Eurosvæðið hafði engan áhuga á því að bjarga Grikklandi, hvað þá Grískum almenningi?
Allar aðgerðir snerust um að bjarga euroinu.
Allar björgunaraðgerðir voru framkvæmdir með hagsmuni Eurosvæðisins í forgangi. Ekkert annað skipti máli. Hörmungar þær sem leiddar hafa verið yfir almenning á svæðinu er "kostnaður" þess að bjarga Eurosvæðinu frá frekari vandræðum og sérstaklega bönkum á svæðinu.
En samt hafa lönd eins og Kýpur tekið þátt í stofnun sjóða Eurosvæðisins, bæði EFSF og ESM, og ábyrgst þar sín framlög eins og aðrir.
En kemur þá í ljós að þeir eru svo litlir að þeir falla í gegnum möskva öryggisnetsins?
En auðvitað er engin ástæða fyrir Kýpurbúa að kvarta.
Fengu þeir ekki fjármálalegan stöðugleika með því að ganga í "Sambandið" og taka upp euro?
Eru þeir ekki með "sæti við borðið" og hafa fengið þau gríðarlegu áhrif sem smáþjóðir fá með því að ganga í "Sambandið"?
Þeir stóðu að því að setja upp björgunarsjóði fyrir euroið.
En nú stendur þeim töfralausn Árna Páls ekki til boða. Þeir geta ekki bjargað sér með því að sækja um aðild að "Sambandinu".
En það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þessa máls.
Ef til vill er stóra lexían fyrir smærri lönd "Sambandsins", sú að forðast að lenda í fjárhagsvandræðum á kosningaári í Þýskalandi.
En þessar fréttir eru enn ein áminningin til Íslendinga um að skoða "Sambandið" vel. Ekki eingöngu það sem er sagt, heldur það sem er gert og gerist.
Kýpur of lítil til að bjarga? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.