20.2.2007 | 05:24
5% lántökugjöld
Það vakti nokkra athygli að í Kastljósþætti þar sem þeir voru Ögmundur Jónasson og Sigurjón Landsbankastjóri, að Ögmundur talaði um að bankar á Íslandi væru að bjóða viðskiptavinum sínum upp á 5% lántökugjöld.
Sjálfur hef ég aldrei heyrt talað um svo há lántökugjöld, en get auðvitað engan veginn fullyrt að slíkt sé ekki í gangi. En auðvitað eru lántökugjöld ekkert annað en nokkurs konar forvextir og verulega íþyngjandi sem slík, en það má vera millivegur frá 1 eða 1.5% og upp í 5.
Ögmundur hefur verið gagnrýndur nokku fyrir þessar fullyrðingar sínar, en á heimasíðu hans má nú lesa eftirfarandi:
"Hver sem skýringin er þá eru vaxtakjör hér á landi lántakendum óhagstæð með afbrigðum og er ég þar að vísa í annað og meira en það sem þó skást gerist eins og húsnæðislánin. Í Kastljósþætti í í síðustu (sjá að neðan) viku staðhæfði ég að ég þekkti til þess að fyrirtækjum væri boðin lán (í þessu tilviki í kringum hundrað milljónir, með veði, á 8/9 % vöxtum, 5 % lántökugjaldi og 5% uppgreiðslugjaldi. Því miður get ég hvorki greint frá því hver lántakandinn er né lánveitandinn (tilboð á þessum kjörum kom úr fleiri en einni átt) því ég er bundinn trúnaði – en gögnin hef ég undir höndum. "
Sjá hér.
Það er auðvelt að skilja að viðkomandi lántaki vilji ekki að nafn hans komi fram, en það ætti að vera auðvelt fyrir Ögmund að birta nafn lánastofnunarinnar, og birta afrit af tilboðum, eða skuldabréfum þar sem búið að er má upplýsingar um lántakandann út.
Þangað til gögnin eru sýnd eða einhver stígur fram og getur sýnt fram á að honum hafi verið boðin lánafyrirgreiðsla með 5% lántökugjaldi, er þetta eins og hver önnur óstaðfest kjaftasaga. Sem er eitthvað sem alþingismenn hljóta að forðast að "höndla" með.
Það er því óskandi að Ögmundur birti gögnin.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Viðskipti | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.