5% lántökugjöld

Ţađ vakti nokkra athygli ađ í Kastljósţćtti ţar sem ţeir voru Ögmundur Jónasson og Sigurjón Landsbankastjóri, ađ Ögmundur talađi um ađ bankar á Íslandi vćru ađ bjóđa viđskiptavinum sínum upp á 5% lántökugjöld.

Sjálfur hef ég aldrei heyrt talađ um svo há lántökugjöld, en get auđvitađ engan veginn fullyrt ađ slíkt sé ekki í gangi.  En auđvitađ eru lántökugjöld ekkert annađ en nokkurs konar forvextir og verulega íţyngjandi sem slík, en ţađ má vera millivegur frá 1 eđa 1.5% og upp í 5.

Ögmundur hefur veriđ gagnrýndur nokku fyrir ţessar fullyrđingar sínar, en á heimasíđu hans má nú lesa eftirfarandi:

"Hver sem skýringin er ţá eru vaxtakjör hér á landi lántakendum óhagstćđ međ afbrigđum og er ég ţar ađ vísa í annađ og meira en ţađ sem ţó skást gerist eins og húsnćđislánin. Í Kastljósţćtti í í síđustu (sjá ađ neđan) viku stađhćfđi ég ađ ég ţekkti til ţess ađ fyrirtćkjum vćri bođin lán (í ţessu tilviki í kringum hundrađ milljónir, međ veđi, á 8/9 % vöxtum, 5 % lántökugjaldi og 5% uppgreiđslugjaldi. Ţví miđur get ég hvorki greint frá ţví hver lántakandinn er né lánveitandinn (tilbođ á ţessum kjörum kom úr fleiri en einni átt) ţví ég er bundinn trúnađi – en gögnin hef ég undir höndum. "

Sjá hér.

Ţađ er auđvelt ađ skilja ađ viđkomandi lántaki vilji ekki ađ nafn hans komi fram, en ţađ ćtti ađ vera auđvelt fyrir Ögmund ađ birta nafn lánastofnunarinnar, og birta afrit af tilbođum, eđa skuldabréfum ţar sem búiđ ađ er má upplýsingar um lántakandann út.

Ţangađ til gögnin eru sýnd eđa einhver stígur fram og getur sýnt fram á ađ honum hafi veriđ bođin lánafyrirgreiđsla međ 5% lántökugjaldi, er ţetta eins og hver önnur óstađfest kjaftasaga.  Sem er eitthvađ sem alţingismenn hljóta ađ forđast ađ "höndla" međ.

Ţađ er ţví óskandi ađ Ögmundur birti gögnin.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband