Engin fyrirsögn, ekkert "sándbæt"

Ég hef hreinlega ekki rekist á neinar fordæmingar á þessari aftöku, þær hafa þó vonandi verið einhverjar, þó að ég hafi ekki rekist á þær.

Það er sláandi að bera þetta saman við aftökuna á Saddam Hussein. 

Hér er einstaklingur tekinn af lífi, hann ekki fyrrverandi þjóðarleiðtogi, hann ber ábyrgð á dauða 11 einstaklinga.  Hann er tekinn af lífi opinberlega, allir þeir sem kæra sig um geta horft á dauðastríð hans.

Aftakan er tekinn upp á myndband og sýnd í sjónvarpi.

Hvar eru allir stjórnmálaleiðtogarnir og ríkisstjórnirnar sem fordæmdu aftökuna á Saddam?  Hvar eru þeir sem vart máttu vatni halda yfir því að einhver hefði náð að taka upp þá aftöku og dreifa henni um netið?

En það fást líklega engar fyrirsagnir og engin "sándbæt" fyrir að fordæma aftöku á óbreyttum Írönskum andspyrnu/hryðjuverkamanni.

Ég sagði þegar ég bloggaði um aftökuna á Saddam að ég væri "almennt séð" á móti dauðarefsingum, en treysti mér ekki til að fordæma þær skilyrðislaust.

En Nasrollah Shanbe Zehi  (eins og svo margir sem eru teknir af lífi á hverju ári) vekur hjá mér meiri samúð en Saddam Hussein. 


mbl.is Sprengjumaður hengdur fyrir allra augum í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Aftökur eiga ekki rétt á sér, allavega ekki samkvæmt okkar Vestræna skilningi á mannlegum gildum. Hvort sem um ræðir Saddam eða þennan Írana þá hljótum við að fordæma svona dráp á borgurum. Ef menn eru undir lás og slá þá eru þeir ekki hættulegir lengur.

Varðandi fordæmingar á aftökum, þá er einn munurinn kannski sá að við sem höfum sent innrásarher til Íraks gerðum það til að kála Saddam. Með slíkum tilkostnaði og mannslátum að Írak varð á örskömmum tíma að algeru helvíti á jörð. En þessi sem tekinn var af lífi í Íran er tekinn af lífi af þarlendum yfirvöldum og við því ekki með nein bein tengsl í ákvarðanatökuna.

Íraska leppstjórnin fer að sjálfsögðu að tilmælum Bandaríkjamanna, amk hefði aftaka Saddams ekki átt sér stað án þess. Eitt sem er pirrandi við aftökuna á Saddam að upplýsingar um spillingartengsl við vesturlandastjórnir og vopnasöluglæpona fara í gröfina með honum. Margþættur tilgangur í gangi hér.

Ólafur Þórðarson, 20.2.2007 kl. 04:17

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er svo sem ekki langt síðan aftökur tíðkuðust í Evrópu, og gera það enn sums staðar í hinum "Vestræna" heimi.  Persónulega er ég reyndar þeirrar skoðunar að aftökur geti átt rétt á sér.  "Spandau" lausn er ekki nauðsynlega alltaf sú rétta.  Ég get til dæmis ekki séð að neinn tilgangur hefði verið með því að "geyma" forsprakka nazista alla saman í Spandau þangað til þeir hefðu gefið upp öndina.

Ég ber heldur enga eftirsjá gagnvart Saddam.

En það er vissulega sjónarmið út af fyrir sig að aftöka í Íran sé eingungis innanríkismál, en aftöku Saddams megi nota tækifærið til að koma að smá "ranti" gegn Bandaríkjamönnum.

Það sama gildir þá líklega um Darfur, Kína og fleiri lönd, það er óþarfi að hafa nokkrar áhyggjur af þessu, að láta sig þetta nokkru skipta þar sem "við" komum ekkert að ákvarðanferlinu.

Það eru ábyggilega ýmis leyndarmál sem fóru í gröfina með Saddam, en líklega hefðu þau ekkert frekar komið fram þó að hann hefði verið dæmdur í ævilangt fangelsi.  Það eru ábyggilega fróðleg leyndarmál hvað varðar vopnasölu, en ekki síður fróðleg leyndarmál um mútur og "olíusöluskandalinn".

G. Tómas Gunnarsson, 20.2.2007 kl. 05:07

3 identicon

Eigum við ekki bara að segja sannleikann? Kommúnistar á Íslandi hafa mikla samúð með málstað múslima, vegna þess að þessir andlegu maurar eiga sameiginlega óvini, sem eru lýðræði og frelsi. Er ekki upplýsandi, að heyra ríkisstjórn Íraks nefnda leppstjórn vesturlanda? Þessi stjórn var kosin á fullkomlega lögmætan hátt og með mikilli þátttöku, þrátt fyrir örvæntingarfullar aðgerðir hemdarverkamanna til að hræða almennig frá þátttöku. Meira að segja maurarnir gátu ekkert fundið að framkvæmd kostningarinnar.

Að réttlæta hemdarverk múslima um allan heim er glæpsamlegt og fyrir stuðning við myrkraverkin ætti að refsa með hörðum viðurlögum. Menn hafa lagt til að hengingar yrðu teknar upp hérlendis, til að losa okkur við þessi óbermi, en ég styð ekki svo róttækar aðgerðir. Hins vegar hreyfi ég ekki mótmælum þótt meðlimir Baaths flokksins fái að dingla í snörunni.

Í Írak stendur baráttan við Baath flokk Husseins, fremur en nokkur önnur samtök. Það er vert að veita athygli hvaða nafn þessi glæpasamtök bera: Flokkur endurreisnar, araba og sósíalisma (Hizb al-baath, al-arabi, al-istiraki). Á ensku útleggs nafn flokksins sem: The Arab Socialist Baath Party. Engum þarf því að koma á óvart sú samúð sem öfgafullir múslimar í Írak njóta hjá Íslendskum kommúnistum.

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband