20.2.2007 | 03:03
Bollulaus dagur
Sökum minnar alkunnu leti var enginn bolludagur hér að Bjórá í dag. Þar sem hér í borg er ekki boðið upp á neinar bollur, og þar sem ég nennti ekki að baka, þá var hér bollulaust. Ég kemst reyndar nokkuð "ódýrt" frá þeirri leti þar sem ég er sá eini á heimilinu sem þekkir þessa hefð, svona upp á Íslenskan máta. Foringinn hefði ábyggilega krafist þess að fá bollu, eða alla vegna eclair, hefði hann þekkt hefðina.
Það sama verður upp á teningnum á morgun, hér verður ekkert saltkjet. Saltkjet hef ég enda aldrei séð hér í verslunum.
Til að bæta mér og fjölskyldunni þetta aðeins upp steikti ég svínabóg og hafði í kvöldmatinn. Stóran bóg með brakandi puru, sem ég reyndar sit einn að, þar sem enginn annar í fjölskyldunni finnst steikt svínskinn gott.
Öskudagur þekkist ekki heldur, þannig að ekki get ég gert Foringjann út í búning til að verða okkur feðgum út um sælgæti á miðvikudaginn.
En hann er heldur ekki mjög lúnkinn í söngnum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.