Hver hefur forræðið?

Það er auðvelt að skilja sjónarmið Breta, Íra og Norðmanna. Það vill enginn sjá vinnuna sína synda í burtu.

Það er jafnvel enn erfiðara að sjá væntanlegan afla sinn synda í burtu, eftir að hafa fylgt ströngum kvótum um árabil, til þess að efla stofninn.

En þannig er það þó í fiskveiðum.  Máltækið um að sýnd veið sé ekki gefin, á við nú sem endranær.

Umhverfið breytist.  Hitastig sjávar breytist.  Fiskistofnar synda á milli lögsagna.  Fiskur sem var hér í gær, verður annars staðar á morgun.

En það að makríll hafai fært sig yfir inn í Íslenska lögsögu hefur gríðarleg áhrif á lífríkið í hafinu.  Makríll keppir við fjölda annara tegunda um æti í hafinu.  Líklega bæði fiska og fugla.

En fiskur í sjónum er ekki eins og akur, eða fyrirtæki.  Það er ekki hægt að ganga að honum vísum og ekki hægt að telja sig eiga hann hvert sem hann fer.

En þessi breyting er líklega aðeins ein af mörgum sem geta orðið í hafinu á næstu árum og áratugum.  Sumar verða Íslendingum til góðs, aðar hugsanlega ekki.  Íslendingar verða eins og aðrir að vera viðbúnir að aðlaga sig breyttum aðstæðum í hafinu.   Og vera snöggir að bregðast við þeim.

Það kann því að verða mikilvægara en nokkru sinni fyrr að Íslendingar hafi fullt og óskoruð yfirráð yfir efnahagslögsögu sinni og fiskistofnum.

Auðvitað er það allra hagur að samningar náist um markrílinn.  En það þýðir ekki að ástæða sé til að gefa of mikið eftir.

Íslendingar verða sem strandveiðiþjóð að halda rétti sínum til að veiða úr fiskistofnum sem koma inn í lögsöguna og nýta sér fæðu þar.

Það er réttur sem má ekki gefa eftir.

 

 

 


mbl.is Fjögur þúsund bresk störf í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er sama hvaða torfur af fiski munu vera hér upp í landsteinunum á beit ef við göngum í ESB þá mættum við ekki snerta hann því hann er eign einhverra annarra.

Grímur (IP-tala skráð) 7.1.2013 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband