19.2.2007 | 22:41
Þekkingariðnaðurinn
Það er alltaf ánægjulegt að lesa fréttir sem þessa, og þær hafa verið nokkrar í þessum dúr á undanförnum misserum.
Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá þegar Íslendingar fara í samstarf við vanþróuð lönd líkt og Djíbútí. Þar veitir ekki af orku, og auðvitað sérstaklega ánægjulegt ef þeir geta, líkt og Íslendingar, nýtt endurnýjanlega orkugjafa. Það er því miður oft að það er í löndum sem Djíbútí sem mengunin er hvað hlutfallslega mest.
En það væri líklega margt verr til fundið hjá Íslendingum, en að stefna á því að setja stærstan hluta þróunaraðstoðar sinnar í þennan farveg, aðstoða vanþróuð ríki til að nýta vistvæna orku, þar sem það á við.
Það vill oft gleymast í umræðunni, að orkuöflun er hátækni og þekkingariðnaður. Líklega sá hátækniiðnaður sem Íslendingar standa hvað best í. Það er því gráupplagt að notfæra sér þá áratuga reynslu og þekkingu sem hefur byggst upp á Íslandi, bæði innanlands og utan.
Til hvers orkan er svo nýtt er annar handleggur. Vissulega væri æskilegt að dreifa áhættunni og vera ekki með of stóran part orkusölunnar til stóriðju. Það væri líka afar jákvætt er hægt væri að fá til Íslands orkufrek fyrirtæki sem starfa í tæknigeiranum og menga lítið sem ekkert.
En það verður líka að líta á það að mér vitanlega hefur ekki komið ein einast alvöru eftirleitan frá öðrum en stóriðjufyrirtækjum um stór kaup á Íslenskri orku.
Máltækið segir að betri sé einn fugl í hendi, en tveir úti í skógi. Það ættu gamlir Alþýðuflokksmenn að muna, enda barðist Iðnaðarráðherra fyrrverandi, Jón Sigurðsson, langri baráttu til að fá til Íslands álver, en hafði ekki erindi sem erfiði.
Baráttan og vonin ein skila ekki miklu í þjóðarbúið.
OR rannsakar jarðhita í Djíbútí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Tölvur og tækni | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.