Íslandskynning

Í gær var hin árlega Íslandskynning Íslendingaklúbbsins hér í Toronto.  Þá reynum við eftir fremsta megni að kynna Ísland og ferðamöguleika til Íslands bæði fyrir klúbbmeðlimum og öðrum áhugasömum.

Þar sem konsúlinn sem venjulega ber hitann og þungan af kynningunni er fjarverandi, þá hafði ég tekið að mér að stjórna kynningunni og undirbúa það sem henni hafði ekki tekist á klára.

Þó að við hefðum alveg mátt við meiri aðsókn, það voru ekki nema á milli 40 og 50 manns á kynningunni, þá gekk þetta allt saman bærilega. 

Comfortable Hiking Holydays,  kynntu sína ferð, fulltrúi frá Sambandi sykursjúkra hér í Canada flutti einnig stuttan fyrirlestur, en sambandið hefur staðið fyrir ferð til að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í nokkur undanfarin ár og gerir það sömuleiðis í ár.  Loks voru tveir klúbbmeðlimir  með stuttar kynningar, annars vegar um Íslenskunám á vegum Stofnunar Sigurðar Nordal og hinsvegar um sjálfskipulagða ferð sem farin hafði verið síðasta sumar.

Þetta var býsna líflegt og spurningar og umræður fjörugar.  Það sem virðist stand uppúr þegar upplifanir ferðalanganna eru metnar, eru fyrir utan náttúruna, maturinn og verðlagið.

Verðlagið er endalaus uppspretta vangavelta og undrunar.

Ég spurði flesta sem ég spjallaði við hvort að þeir hefðu eitthvað heyrt um hvalveiðar Íslendinga eða Kárahnjúkavirkjun.  Það kom mér ofurlítið á óvart, en þetta hafði ekki verið í umræðunni, og fæstir heyrt nokkuð um þetta talað. 

Einn ferðalangurinn hafði reyndar orð á því að hvalkjötið væri ekki gott.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband