1.12.2012 | 11:53
Breytingar á stjórnarskrá á ekki að framkvæma í ákvæðisvinnu
Það er með eindæmum að lesa að stjórnmálamenn vilji fremur halda tímaáætlun hvað varðar breytingar á stjórnarskrá, en að vanda til verksins og gefa sér tíma til að fá vandaðar umsagnir.
Hvers vegna liggur svo mikið á að breyta stjórnarskránni?
Hvers vegna má ekki staldra við og láta meta þær róttæku breytingar sem lagðar hafa verið til á stjórnarskránni?
Auðvitað er gott að þingmenn vilja vera duglegir, en frekar vil ég að þeir fari hægar yfir og vandi til verka.
Breytingar á stjórnarskrá eiga ekki að vera unnar í ákvæðisvinnu. Þeim á ekki að skammta svo nauman tímaramma að ekki sé tími til þess að leita umsagna og umsagnaraðilum ekki gefin tími vil vandaðra vinnubragða.
Því miður hefur þetta offors, flýtir og æsingur einkennt vinnubrögð ríkisstjórnarmeirihlutans hvað varðar stjórnarskrármálið líkt og ýmislegt annað á þeim bænum.
Ég hef áður sagt, að ef má líkja framlagningu illa unnins lagafrumvarp við bílslys, er ekki hægt að líkja illa undirbúnu frumvarpi til stjórnarskrár við neitt annað en móðuharðindi. Vonandi sjá þingmenn að stjórnarskrá á ekki að "keyra" í gegn, heldur ber að sýna stjórnarskránni virðingu og vanda til verka. Það þýðir að taka verður þann tíma sem þarf.
Verður of seint í lok janúar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta snýst algjörlega um að koma 111. greininni inn, afsalið á fullveldinu, svo hægt sé að ganga inn í ESB - restin af stjórnarskrárbreytingunum er bara til að rugla fólk í ríminu.
Gulli (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 09:56
@Gulli. Því miður er ýmislegt sem bendir til þess að það sé óþægilega mikið til í því sem þú segir.
En ég hygg þó að "bautasteinakomplexar" komi þar einnig nokkuð við sögu.
G. Tómas Gunnarsson, 3.12.2012 kl. 07:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.