25.11.2012 | 14:28
Stórir sigrar, sterkur listi
Þó að flestir hafi átt von á sigri Hönnu Birnu, hygg ég að sigur hennar sé stærri en margir hafi reiknað með. Staða hennar er gríðarsterk eftir þennan afgerandi sigur.
Glæsileg innkoma Brynjar Níelssonar vekur sömuleiðis athygli og kemur þægilega á óvart. Ég get heldur ekki annað en glaðst yfir því hve sterk staða Péturs Blöndals er.
Ég held að þessi listi Sjálfstæðismanna sé gríðarsterkur, góð blanda af núverandi þingmönnum og nýliðum. Þessi úrslit ættu að gefa Sjálfstæðiflokknum byr í seglin.
Vissulega hefði verið æskilegt að sjá meiri þátttöku í prófkjörinu, en sé litið til þess sem hefur verið að gerast í vetur er þátttakan góð. Enn og aftur sýnir það sig að Sjálfstæðisflokkurinn er pólítísk fjöldahreyfing, eitthvað sem aðrir flokkar á Íslandi trauðla ná og eiga oft erfitt með að skilja eða sætta sig við.
Sé þátttakan borin saman við þátttöku hjá öðrum flokkum, koma yfirburðir Sjálfstæðisflokksins í ljós.
Hvort að flokknum tekst að nýta sér þetta til sóknar og sigurs í vor á eftir að koma í ljós, en möguleikarnir eru sannarlega til staðar.
Lokatölur í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eg er alveg sammála þér með Brynjar Níelsson og Pétur Blöndal. En vildi líka sjá Birgi Ármannsson ná hærra.
Elle_, 27.11.2012 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.