Að bjarga fyrir horn

Einstaka sinnum er það réttlætanlegt að hið opinbera hlaupi undir bagga með einkafyrirtækjum í stuttan tíma.  Slíkt er þó alltaf óæskilegt og varasamt.

Vissulega ber það göfugt yfirbragð að bjarga störfum.  En ef störfin eru ekki "sjálfbær", er verr af stað farið en heima setið. Þegar hið opinbera grípur inn í og "bjargar" fyrirtækjum og störfum skekkir það samkeppnisumhverfi annara fyrirtækja og gerir ólíklegra  að óarðbær fyrirtæki hverfi, renni inn í önnur fyrirtæki eða taki til í sínum ranni og hagræði.

Í einstaka tilfellum kann inngrip að vera réttlætanlegt til að "kaupa tíma" á meðan endurskipulagning fer fram og rekstri er snúið við.  Sósíalista ríkisstjórn Hollande hefur hins vegar ekki virst vera á þeim buxunum, heldur vírðist fyrst og fremst keyra á gömlum lausnum.  Auknum ríkisafskiptum og hærri skattheimtu.

Það er ávísun á frekari vandræði, þegar skattheimta er aukin á au fyrirtæki sem ganga, og nota féð til að halda gangandi fyrirtækjum sem eiga í erfiðleikum.

Frakkland þarf fyrst og fremst á því að halda að auka samkeppnishæfi sitt, sérstaklega gagnvart Þýskalandi.  

 


mbl.is 119 fyrirtækjum bjargað frá þroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband