Vandamálin eru stjórnmál, efnahagsmál og sjálfsmynd íbúa

Það er alltaf upplýsandi að heyra ólík sjónarmið hvað varðar vandamál "Sambandsins".  David Miliband telur að helstu vandamál "Sambandsins" snúist um stjórn-, efnahagsmál og sjálfsmynd þegnanna.

Hvað stendur þá eftir?

En það er vissulega mikið til í þessu hjá Miliband.

Stjórnmálaástandið í "Sambandinu" er ekki til að hrópa húrra fyrir.  Engin virðist vita nákvæmlega hvert skal stefna eða hvernig "Samband" þeir vilja vera í.  Óskilgreind hugtök eins og Evrópa og slagorð eins og "meiri Evrópa" eru fyrirferðarmikil og túlkar hver þau með sínu nefi.

Talað er um verulega aukin samruna, sérstaklega á fjármálasviðinu og Baroso er byrjaður að tala um sambandsríki.  Margir enskumælandi tala um að Baroso hafi notað F-orðið, þ.e.a.s. að nú sé hann farinn að tala um "Federal".

Sjálfstæðisvilji þjóða og héraða innan ríkja sambandsins virðist fara vaxandi frekar en hitt og engin veit hver niðurstaðan verður.

Efnahagurinn er svo annar höfuðverkur, jaðarríki "Sambandsins" þola ekki hið sterka euro og eiga í stökustu vandræðum.  Skilin á milli "Norðurs" og "Suðurs" aukast stöðugt og er vandséð hvernig þau verða brúuð.

Sviss er að verða eins og einstreymisloki, sem tekur frá euroum á flótta frá "Suðurríkjunum", afhendir fyrir þau Svissneska franka, en kaupir "örugg" skuldabréf í "Norðurríkjunum" fyrir euroin.  Þannig halda þeir gengi eurosins uppi og vernda um leið sinn útflutningsiðnað.  Engin veit nákvæmlega hve mikið fé hefur farið um þessa "pípu", en talað er um að Svissneski seðlabankinn hafi fjármagnað allt að 90% af halla "Norðurríkjanna" undanfarna mánuði með þessum hætti.

Helsta lausnin á fjárhagsvandræðum euroríkjanna er talin sú að "ríkisstofnun" í sameign þeirra allra prenti peninga til að að kaupa skuldir einstakra ríkja.  Sú "snilld" er reyndar helsta vopn seðlabankastjóra og stjórnmálamanna víða um heim. Slagorðið "Á meðan til er blek er von", á vörum margra þeirra.

Og sjálfsmyndin.

Í gær var gengu Molotovkokteilar og táragassprengjur á milli mótmælenda í Aþenu.  Daginn áður voru nokkuð harðir bardagar á milli mótmælenda og lögreglu í Madrid.

Katalóniubúar virðast hafa takmarkaðan áhuga á því að deila skatttekjum sínum með öðrum Spánverjum.  Hafa menn trú á því að þeir hafi frekar áhuga á því að deila þeim með Grikkjum, Slóvökum, eða Eistlendingum?

Ástandið á Spáni er með þeim hætti að aðilar innan hersins eru farnir að gefa út yfirlýsingar.

Það er alveg rétt hjá Miliband að "Sambandið" er að verða ógnun við stöðugleika í heiminum.

En þá má lesa í frétt mbl.is, úr fréttatilkynningu frá "Sambandssinnum" á Íslandi að forgangsatriði sé að breyta stjórnarskrá Íslendinga svo þeir geti tekið þátt í frekara samstarfi við bandalagsþjóðir sínar ínnan Evrópusambandsins.

 Í ályktuninni segir að jafnframt sé nauðsynlegt að fyrir þingkosningar verði settar í forgang þær breytingar á stjórnarskrá Íslands sem heimila frekara samstarf Íslands við bandalagsþjóðir sínar innan Evrópusambandsins.

Líklega er þarna komin skýringin á því hvers vegna rikístjórn "Sambandsaðildarflokkana", Samfylkingar og Vinstri grænna, hefur lagt svo mikla áherslu á að keyra í gegn stjórnarskrárbreytingar með offorsi.

Það liggur svo á að opna fyrir "Sambandssæluna".


mbl.is Samræma þarf efnahags- og stjórnmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband