Hverjir neituðu Íslendingum um að greiða atkvæði hvort sækja skyldi um "Sambandsaðild" eður ei

Það er ekkert óeðlilegra að aðildarumsókn sé stöðvuð, eða henni hætt án þjóðaratkvæðagreiðslu, frekar en að það skyldi sótt um aðild að "Sambandinu" án þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Hvernig getur það verið meira mál að hætta við umsókn, en að senda hana inn?

Það er orðið býsna margt sem fylgismenn umsóknar sögðu í aðdragandanum sem ekki hefur staðist og nægir að nefna þann tíma sem aðlögunarviðræðurnar hafa tekið í því sambandi.  Ennfremur er líklegt að "Sambandið" sjálft sé að taka miklum, ef ekki grundvallarbreytingum og sé í raun að verða allt öðruvísi "Samband" er sótt var um aðild að.

En auðvitað lá á að sækja um "Sambandsaðild" á meðan þjóðin var í hálfgerðu sjokki.  Auðvitað vildu "Sambandssinnar" ekki leyfa þjóðinni að draga andann og hugsa málið, hvað þá að það yrði rætt á meðal þjóðarinnar og greidd yrðu atkvæði.

Hræðslan er a meðal "Sambandssinn".  Þeir sjá aðlögunarferlið fjara út.  Það ætti að vera sjálfsagt mál að gera hlé á aðildarviðræðum og hefja þeir ekki aftur fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hér er listi yfir þá sem neituðu Íslendingum um að greiða þjóðaratkvæði um hvort sótt yrði um aðild að "Sambandinu":

Atli Gíslason, Álfheiður Ingadóttir, Árni Páll Árnason, Árni Þór Sigurðsson, Ásmundur Einar Daðason, Ásta R. Jóhannesdóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Guðbjartur Hannesson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Bjarnason, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Magnús Orri Schram, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson

 

Og hér listi yfir þá sem voru fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

 

Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Birgir Ármannsson, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Eygló Harðardóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Illugi Gunnarsson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Margrét Tryggvadóttir, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari

 


mbl.is Össur: Andstæðingar ESB hræddir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Össur ætti í raun  að segja af sér vegna þess að hann sem utanríkisráðherra er að vinna fyrir erlend öfl til að innlima landið í, hvað segir aftur um svoleiðis í stjórnarskrá Íslands?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.9.2012 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband