Að vita eða vita ekki, það er spurningin

Þegar litið er á tímalínuna hjá Framsóknarflokknum og hvernig tilkynningar um framboð og tilkynningar um að þingmenn sækist ekki eftir endurkjöri hafa raðast finnst mér persónulega blasa við að Höskuldur vissi af þeim fyrirætlunum Sigmundar að bjóða sig fram í Norðaustrinu.

Þess vegna "þjófstartaði" hann með tilkynningu sinni.  Það var eina leiðin til að eiga möguleika á því að komast til forystu í kjördæminu.

Það er enda eðlilegt að ungur og metnaðargjarn stjórnmálamaður láti ekki setja sig til hliðar eins og þarna er verið að gera tilraun til.

En hvort að ósannindi eru besta aðferðin til að hefja baráttuna um fyrsta sætið hlýtur hins vegar að vera umdeilanlegt. 

En þar eru það Framsóknarmenn í Norðaustrinu sem dæma.


mbl.is Segja Höskuld hafa vitað um áformin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband