Allir eru góðir þegar gengnir eru

Það hefur verið nokkuð skemmtilegt að fylgjast með hrósyrðum pólítískra andstæðinga þeirra Framsóknarþingmanna sem hafa ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri til Alþingis. 

Af skrifum þeirra má skilja að þetta séu langbestu, frjáls og umburðarlyndustu þingmenn Framsóknar og skilji þeir efitr sig skarð sem trauðla eða ekki verði fyllt.

En það er auðvitað fjarri sanni og hrósyrðin aðeins spuni af pólítískum toga sem er ætlað að koma því inn hjá kjósendum að bestu þingmennirnir séu að yfirgefa flokk andstæðinganna  og hinir síðri sitji eftir.

Persónulega get ég ekki fyllst eftirsjá þó að Birkir Jón og Siv Friðleifsdóttir hverfi af Alþingi.  Mér er ómögulegt að muna eftir þingmálum sem þau hafa barist fyrir sem hafa stefnt í frjálslyndisátt, en minni mitt er vissulega ekki óskeikult og skilgreining mín á frjálslyndi þarf ekki að vera sú sama og margra annara. Umburðarlyndi þeirra hefur að ég tel helst falist í því að umbera núverandi ríkisstjórn meira en margir aðrir stjórnarandstæðingar.  Líklega er það einna helst sem þeim er klappað fyrir nú af stuðningsfólki stjórnarflokkanna.

Menn munu koma hér í manna stað eins og endranær.

Kirkjugarðar heimsins eru fullir af ómissandi fólki var einhverntíma sagt, það er ekki síður sannleikurinn um "pólítísku kirkjugarðana".

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband