20.7.2012 | 15:39
Trúfrelsi eða ekki trúfrelsi, skoðanafrelsi eða ekki skoðanafrelsi, það er spurningin?
Ég sá það nýlega í Íslenskum fréttum að haft hefði verið samband við biskup Íslensku ríkiskirkjunar og farið fram á það að einn af ríkisstyrktum starfsmönnum hennar yrði sagt upp störfum. Ástæða þeirra kröfu mun hafa verið greinarskrif viðkomandi starfsmanns fyrir nýliðnar forsetakosningar.
Biskup mun hafa hafnað beiðninni og er það vel. Það er ekki réttlætanlegt að segja upp starfsfólki þó að skoðanir þess séu ef til vill ekki okkur hugnanlegar, eða skortur þyki á prúðmannlegri framkomu. Hér er þó rétt að taka fram að þetta gildir um gjörðir starfsmanns utan vinnutíma en á vinnutíma hljóta að gilda aðrar reglur.
En á sama tíma var grunnskólakennara norður í landi sagt upp störfum, vegna skrifa hans á persónulega bloggsíðu. Síðu sem hlýtur að mega ætla að sé hluti af einkalífi hans og sé skrifiuð utan vinnutíma.
Það hlýtur að vekja upp áleitnar spurningar. Spurningar um frelsi til einkalifs, um trúfrelsi og hvað miklar hömlur vinnuveitandi geti sett á hegðun starfsmanna utan vinnutíma.
Hverjir mega kenna? Hvað mega þeir gera og skrifa í frítima sínum?
Eru skoðanir grunnskólakennarans bannaðar á Íslandi? Brýtur sá söfnuður sem heldur fram skoðunum hans Íslensk lög? Eru grunnskólakennarar á Íslandi seldir undir sérstaka skoðana og hugsanalögreglu?
Má einstaklingur sem boðar kommúnisma af ákefð á heimasíðu sinni kenna börnum? Má kennari sem er hallur undir nazisma kenna börnum? Má einstaklingur sem rekur stífan áróður fyrir trúleysi, í frítíma sínum, kenna börnum?
Ég get ekki tekið undir skoðanir barnaskólakennarans, en ég hef engan áhuga á því að banna honum að hafa þær.
Umburðarlyndi, mál- og skoðanafrelsi hefðu átt að sigra í þessu máli, en biðu því miður lægri hlut.
Persónulega teldi ég gott að þetta mál færi fyrir dómstóla. Það er áríðandi fyrir Íslendinga að vita hvað tjáningar og málfrelsið nær langt á Íslandi og hvaða vörn það hefur. Mest áríðandi er það líklega fyrir kennara.
P.S. Ég bloggaði um sama mál í desember síðastliðnum, þau skrif má finna hér.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Mannréttindi, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Ósköp eiga menn erfitt með að ná áttum á þessu frekar einfalda máli.
Skoðanir, trúarskoðanir grunnskólakennarans, sem sagt Snorra, eru ekki bannaðar. Enginn hefur sagt slíkt. Snorri mætti gefa út blað, dagblað og viðra þar sínar skoðanir. Mætti opna sjónvarpsstöð fyrir boðskap sinn, hún mætti heita "Omikron", í stíl við "Omega".
Nei, málið snýst bara um störf Snorra sem lærifaðir barna og unglinga.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 16:49
Það hefur hvergi komið fram svo ég hafi séð að skoðanir Snorra hafi haft áhrif á eða litað kennslu hans.
Ef svo væri er allt annað uppi á teningnum.
Spurningin er: Eru grunnskólakennarar á Íslandi seldir undir sérstaka skoðana og hugsanalögreglu?
Hvar eru skilin á milli starfs og einkalífs? Hvaða fleiri skoðanir er kennurum bannað að viðra opinberlega?
Þessu hlýtur að þurfa að svara.
G. Tómas Gunnarsson, 20.7.2012 kl. 17:02
Til eru siðareglur kennara sem Snorri hefur ekki virt.
Engin ástæða til að bíða þess að hans haturstal gegn tilteknum samfélagshópi hafi bein “áhrif” á kennsluna.
Nóg er nú víst um meðvirkni og afneitun hér á klakanum.
Skoðanir kallsins eru fávísar og siðlausar.
Hallo,” 2012 and counting.”
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 17:26
1. Menntar nemendur.
2. Eflir með nemendum gagnrýna hugsun, virðingu
fyrir sjálfum sér og öðrum, umhverfi og menningu.
3. Sýnir nemendum virðingu, áhuga og umhyggju.
4. Skapar góðan starfsanda og hvetjandi námsumhverfi.
5. Hefur jafnrétti að leiðarljósi.
6. Vinnur gegn fordómum, einelti og öðru ranglæti
sem nemendur verða fyrir.
7. Kemur vel fram við nemendur og forráðamenn
og virðir rétt þeirra.
8. Gætir trúnaðar við nemendur og forráðamenn
og þagmælsku um einkamál þeirra sem hann fær
vitneskju um í starfi sínu.
9. Viðheldur starfshæfni sinni og eykur hana.
10. Vinnur með samstarfsfólki á faglegan hátt.
11. Sýnir öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu.
12. Gætir heiðurs og hagsmuna stéttar sinnar.1. Menntar nemendur.
2. Eflir með nemendum gagnrýna hugsun, virðingu
fyrir sjálfum sér og öðrum, umhverfi og menningu.
3. Sýnir nemendum virðingu, áhuga og umhyggju.
4. Skapar góðan starfsanda og hvetjandi námsumhverfi.
5. Hefur jafnrétti að leiðarljósi.
6. Vinnur gegn fordómum, einelti og öðru ranglæti
sem nemendur verða fyrir.
7. Kemur vel fram við nemendur og forráðamenn
og virðir rétt þeirra.
8. Gætir trúnaðar við nemendur og forráðamenn
og þagmælsku um einkamál þeirra sem hann fær
vitneskju um í starfi sínu.
9. Viðheldur starfshæfni sinni og eykur hana.
10. Vinnur með samstarfsfólki á faglegan hátt.
11. Sýnir öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu.
12. Gætir heiðurs og hagsmuna stéttar sinnar.
Siðareglur kennara (sem eru hér að ofan) eru ágætar. Það getur þó ekki verið að þær séu rétthærri ákvæðum stjórnarskrár um málfrelsi og tjáningarfrelsi. Hvort að siðareglur þessar ná sömuleiðis yfir einkalíf kennara hlýtur sömuleiðis að vera opin spurning. Það er sömuleiðis spurning sem margir hljóta að vilja sjá svarað fyrir dómstólum, ekki síst kennarar líklega.
Eða eiga kennarar ekki rétt á einkalífi og að tjá skoðanir sínar, óháð siðareglum, utan vinnutíma? Gilda siðareglur stéttarinnar ekki fyrst og fremst í vinnutíma og á vinnustað?
Það er ekki ástæða til að bíða segir Haukur. Það þýðir líklega að það þykir góð regla að refsa áður en brot er framið, ef einstaklingur þykir líklegur til að brjóta af sér. Það er skrýtin sanngirni og hefur helst tíðkast í samfélögum sem lítt þykja til fyrirmyndar.
G. Tómas Gunnarsson, 20.7.2012 kl. 17:41
Skrif Davíðs Þórs voru víst einnig sem blogg á bloggsíðu... Var mér tjáð...
En það er náttúrulega bara hártogun að velta því fyrir sér, það sem skrifað er á netið er opinbert og það er ekkert til sem heitir "einka" á netinu ef ekki er sérstaklega lokað fyrir aðgang...
En burt séð frá því þá er málfrelsi ekki algjört á Íslandi, né annarsstaðar í hinum vestræna heimi...
Öllu frelsi í samfélagi við aðra menn fylgir ábyrgð og ræðst sú ábyrgð, gagnvart gjörðum viðkomandi, að miklu leiti af þeirri siðferðisvenju hjá því samfélagi sem um ræðir...
Hér á Íslandi er ekki samfélagslegur vilji fyrir því að einstaklingar sem gegna ábyrgðarstöðum innan samfélagsins viðri skoðanir sínar ef það má túlka þær á þann hátt að ópersónubundnir hópar fólks í samfélaginu hljóti af skaðlegar afleiðingar... Einsog t.d einelti gagnvart þeirri lífsstefnu sem það velur sér óneitanlega er... Eða einhvernvegin öðruvísi hvatningar til samfélagsins um aðra ofbeldistilburði svona yfirleitt... (Einelti er jú ein tegund ofbeldis...)
Það MÁ túlka skrif Snorra sem svoleiðis hvatningu...!
Svo er annað hvort meirihluti okkar les akkúrat það útúr skrifum hans það skiptir svosum ekki neinu máli fyrir okkur... Því það er einungis hlutverk dómstóla að skera úr um hvort lög hafi verið brotin og þá hversu alvarlegt það var/er...
Svo er það spurningin um hlutverk þeirra siðferðisstofnanna sem við aðhyllumst í þjóðfélaginu... Og verður þá hver og ein svoleiðis stofnun, sem og þeirra söfnuðir, að svara því og skilgreina fyrir sjálfa sig hversu langt má ganga svo lengi sem sú siðferðisskoðun trúarhópsins stenst viðurkennda og samþykkta löggjöf þjóðfélagsins...
Og mætti þá spyrja í framhaldinu hvort Davíð hafi ekki verið að gera akkúrat það sem við Íslendingar höfum nú hingað til treyst kirkjunnar þjónum best til að gera í gegnum Íslandssöguna...? Þ.e að lesa yfir okkur pistilinn þegar það siðferðisþrek sem þjóðfélagið hefur og þeir siðferðisþröskuldar sem við höfum í okkar samfélagi fer augljóslega lækkandi... Einsog nú gerðist í þessari hundleiðinlegu andsk... kosningabaráttu...
Þar með er kominn reginmunur á eðli þessara skrifa og samanburður á þeim er nánast útí hött...
Að auki höfðu skrif Davíðs ekki ópersónubundna gagnrýni einsog viðbrögð Guðna sýna vel... En það er jú einmitt með skrif Snorra... Á því er stór munur lagalega...
Annars finnst mér það hálf broslegt í þessu öllu saman að sjá menningarvita innan Sjálfstæðisflokksins gagnrýna skrif Davíðs en verja svo skrif Snorra...!
Hvað ætli sé dogma þess stjórnmálaflokks gagnvart svona málum...? Því það er einsog þessir menningarvitar Sjálfstæðisflokksins hafi ekki gert það fyllilega upp við sig...
Sævar Óli Helgason, 20.7.2012 kl. 17:43
Þakka þér innleggið Sævar Óli.
Ég ætla ekki að dæma um hve mikill munur er á skrifum, annars vegar á kirkjunar þjóni sem les Íslendingum pistilinn, eða grunnskólakennara sem byggir skrif sín á bíblíunni, sem starf kirkjunnar er að miklu leyti byggt á, eða svo er mér tjáð.
Það hlýtur að vakna upp sú spurning hvort það þurfi að banna bíblíuna, kóranin og ýmis önnur trúarrit, sem á stundum eru býsna dómhörð í garð minnihlutahópa.
Málfrelsi á Íslandi er býsna sterkt, en vissulega ekki algjört. En reglan er þó að mestu leyti sú að það sé dómstóla að skera úr um, en ekki skólastjórna eða fræðslustjóra.
Því held ég að það sé mikilvægt að úr því fáist skorið að hve miklu leyti starf og einkalíf sé aðskilið og hversu þröngar skorður atvinnurekandi geti sett starfsmanni sínum hvað varðar tjáningu. Eins og þú nefnir er það verðugt verkefni fyrir dómstóla.
G. Tómas Gunnarsson, 20.7.2012 kl. 18:05
Kennarar eru settir í mörg kerfis-hlekkja-hlutverk, sem ekki eiga neitt skylt við kennaramenntun þeirra og raunverulega kennarastarfið.
Útkoman er hræðileg fyrir kennara.
Og hún er enn hræðilegri fyrir börnin og foreldra þeirra.
Kennari getur sagt upp sínu starfi og flutt úr landi, þegar mannorðsmorðin útskúfa hann án réttlætanlegra raka, eða fyrir að fara ekki eftir keðju-tengingar-kerfisreglunum. Pólitísku hlekkirnir og græðgin ráða öllu alltaf allstaðar í kerfinu. Siðferði er bara orð, sem ekki þykir þörf á að fara eftir.
Barnið getur ekkert gert, annað en að láta allt yfir sig ganga í skyldumætingar-skólann. Og komið er fram við niðurbrotna og samfélags-útskúfaða foreldra eins og þeim komi ekki við, hvað er að gerast með barnið þeirra í opinbera kerfis-skólanum.
Börn sem eiga erfitt í grunnskólum opinbera kerfisins eiga sér ekki nokkra von frá undirheima-helvítinu, nema foreldrarnir séu viðurkenndir af kerfinu, almenningsálitinu og fleirum.
Að vísu velja ekki öll börn í svona erfiðleikum undirheimalyfja-uppgjafarleiðina, því sum velja að fyrirfara sér, frekar en að leiðast út í undirheima-deyfilyfin kerfis-markaðssettu og leyfðu.
Og ekki má gleyma þeim börnum sem hreinlega eru drepin af reyndum undirheima-fíklum!
Skömm og níðingsverk íslenskra stjórnvalda og dómskerfisins frá upphafi er óbætanleg.
Þetta eru staðreyndirnar, sem verður að horfast í augu við.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.7.2012 kl. 18:06
Ég hef verið að fylgjast með skrifum hér á síðunni.
Mér finnst skrif G. Tómas Guðnasonar vera mér best að skapi.
Bæði skynsamleg, hófleg og réttlát.
Mikið væri notalegt ef álitsgjafar væru svona málefnalegir og jarðbundnir.
Sigurður Alfreð Herlufsen, 21.7.2012 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.