Halli ríkissjóðs, fall sparisjóðs og áframhaldandi feluleikur

Nú hefur komið í ljós að halli Íslenska ríkissjóðsins var u.þ.b. 170% hærri en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.

Það er árangurinn eftir að Samfylkingin og Vinstri græn hafa talað fjálglega um nauðsyn ábyrgrar fjárlagagerðar

Nú reyna ríkisstjórnarflokkarnir að tína til ástæður og afsakanir fyrir þessari gríðarlegu framúrkeyrslu.  Veigamesta afsökunin er sú að ríkissjóður hafi þurft að greiða svo mikið fé vegna SpKef.  Sú upphæð skýrir þó ekki nema hluta þeirra ríflega 50 milljarða sem fjárlögin bólgnuðu um.

Víða um bloggheima má svo lesa aðdróttanir stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar um að sú greiðsla sé á einhvern hátt Sjálfstæðismönnum að kenna og skrifist á þá og hrunið.

Það er merkilegur málflutningur, þegar það er haft í huga að Sjálfstæðismenn hafa verið framarlega í flokki þeirra sem hafa krafist sérstakrar rannsóknar á málefnum SpKef.  Þeir sem hafa dregið lappirnar í þeim efnum hafa verið ríkisstjórnarflokkarnir. 

Af hverju skyldi það vera?

Varla er það vegna þess að þeir vilji ekki láta rannsaka þennan meinta þátt í hruninu?  Eða er það vegna þess að staðan var ekki svo slæm í ársbyrjun 2009, en fór hratt versnandi þar eftir?

Það sem eftir stendur er að fullyrðingar Samyfylkingar og Vinstri grænna um að nauðsyn ábyrgrar fjárlagagerðar eru réttar, en það ætti flestum að vera ljóst að þeir eru ekki réttu flokkarnir til að koma því í framkvæmd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband