Frakkar farnir að finna fyrir euroinu?

Sívaxandi vöruskiptahalli Frakka er þeim líklega stórt áhyggjuefni.  Það er erfitt að vera með slíkan halla ár eftir ár eftir ár.

France balance of trade 2002 2102Samt er útflutningur Frakka öflugur, enda þekkja flestir þeir sem njóta þess að veita sér ofurlítinn "lúxus" stöku sinnum, hin öflugu vörumerki Frakka í þeim geira.

Útflutningur Frakka hefur enda gengið býsna vel og aukist nokkuð jafnt og þétt, þó að hann sé vissulega ekki einangraður frá efnahagssveiflum heimsins, frekar en nokkuð annað.

Það er enda auðveldara að fela kostnaðarauka í hátt verðlögðum lúxusvörum, en þar sem verðsamkeppnin er hörðust.

En sterkur gjaldmiðill gerir innflutta vöru ódýra, og innflutningur Frakka hefur vaxið hraðar en útflutningurinn.  Það er ef til vill ekki að undra að Franskir hagfræðingar séu farnir að tala um að það þurfi að leggja euroið niður, með skipulögðum hætti.

Þegar litið er til sívaxandi viðskiptahalla Frakka og þeirrar staðreyndar að Franskar ríkisstjórnir hafa ekki skilað hallalausum fjárlögum síðan snemma á 8. áratug síðustu aldar (sem var þó auðveldara að lifa með þegar viðskipti voru í plús, eins og t.d. á árunum 1992 til 2000) er ekki að undra þó að hagfræðingum lítist ekki um of á blikuna.

Euroið var draumur Frakka og líklega á engin ein þjóð jafn mikið í tilurð þess og þeir, en draumar eiga það til að snúast upp í ......

P.S.  Línuritið sýnir þróun viðskiptahalla Frakka frá janúar árið 2000 til dagsins í dag.


mbl.is Mikill halli á vöruskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband