Kosningar án landamæra - Þ-orðið notað í Frakklandi

Auðvitað er ekkert ólöglegt við að Merkel styðji Sarkozy og ætli að koma fram með honum á kosningafundum.  En það er að mínu mati frekar ógeðfellt þegar kjörnir leiðtogar í einu landi reyna að hafa áhrif á kosningar í öðrum löndum.  Það var litið á það sem hefð að slíkt gerðu menn ekki, en augljóslega er svo ekki lengur.

Merkel á enda þó nokkuð undir því að Sarkozy nái kjöri.  Hollande, fulltrúi Franskra sósíalista hefur verið með "derring" og lýst því yfir að hann vilji breytingar á "Mánudagssáttmálanum" um fjármál euroríkja og gefið í skyn með ýmsum öðrum hætti, að hann myndi ekki vera jafn auðveldur í taumi og Sarkozy.

Einn af stjórnendum kosningabaráttu hans hefur meira að segja notað Þ-orðið, það er að segja hann talaði um að hann gæti hugsað sér að hinn ný sáttmáli yrði settur í þjóðaratkvæði í Frakklandi.

Þá er nú ástæða til þess að "tante" Merkel taki til sinna ráða.

Sjálfsagt er þetta það sem koma skal í Evrópusambandinu, þeir hafa blessun hins Þýska Kanslara forsætisráðherrarnir í Grikklandi og á Ítalíu, Frakkar fá þó að kjósa, þó að hinn Þýski leiðtogi vilji hafa þar áhrif á.

Persónulega finnst mér þetta afturför, ég tel að kosningar eigi að vera innanríkismál.  Erlend ríki og leiðtogar annara ríkja eiga að halda sig til hlés.  En ef til vill er erlend íhlutun það sem koma skal, ef til vill er það sem kallað er "meiri Evrópa".


mbl.is Ver stuðning sinn við Sarkozy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hollande á ekki að vera með neinn "derring".

"Jetzt wird Deutsch gesprochen".

Það veit Cameron og það skal Hallande einnig vita.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.2.2012 kl. 21:45

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þú meinar líklega að hann ætti frekar að vera með "Derrick"?

En þetta getur auðveldlega snúist í höndunum á Merkozy.  Spurning hvernig þetta spilast í kosningabaráttunni, en það er ekki víst að það teljist jákvætt hjá öllum Frökkum að vera "Þýski frambjóðandinn".

G. Tómas Gunnarsson, 6.2.2012 kl. 22:07

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þessi  kerling er ljóslega ekki vel að sér í mannasiðum,  enda voru þeir hvorki ræktaðir í austur Þýskalandi né eru þeir í uppá haldi hjá aðlinum í Evrópusambandinu.

Hrólfur Þ Hraundal, 6.2.2012 kl. 23:22

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Staða Sarkozy er veik, en hún batnar ekki við afskipti Merkel. Frakkar eru þegar orðnir smeikir við yfirgang Merkel og líta hana sem holdgerfing hins gamla Þýskalands. Því mun stuðningur hennar frekar fæla kjósendur frá Sarkozy.

Þýskalnd og Frakkland eiga lítið sameiginlegt annað en að vera bæði aðilar að ESB og evru. Það dugir skammt og nú heyrast þær raddir meðal franskra hagfræðinga að Frakkland ætti að draga sig út úr evrusamstarfinu. Vilji Frakka liggur frá Þýskalandi, ekki að því.

Gunnar Heiðarsson, 7.2.2012 kl. 08:06

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Staða Sarkozy er veik, hann á það enda skilið, enda má segja að flestu leyti að hann hafi staðið sig illa á sínu fyrra kjörtímabili.  Staðreyndin er þó líklega sú að af þeim sem líklega verða í framboði er hann skársti kosturinn.

En mér þykir ólíklegt að hann nái endurkjöri, þó að í þessu eins og mörgu öðru eigi aldrei að segja aldrei.  Það eru ennþá nokkrir mánuðir til kosninga og umbreytingar geta orðið á styttri tíma.  En ég er sammála því að stuðningur Merkel getur orðið að helsi fyrir Sarko.

G. Tómas Gunnarsson, 7.2.2012 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband