Tvö og hálft ár og ekkert hefur gerst

Það kann að vera að á ákveðnum tímapunkti, stuttu eftir að vinstristjórnin hverfur frá völdum og ný hefur tekið við, að það megi rökstyðja það að klára viðræður.  Það er hægt að réttlæta það að fá þetta mál út úr heiminum (en líklega tekst það aldrei til fullnustu), klára aðildarviðræður og þjóðin dæmir.  Ég er næsta viss um að svarið yrði nei, en það er annað mál.

En nú eru liðin ríflega tvö og hálft ár og ekkert hefur gerst í viðræðunum sem nokkru máli skiptir.  Nákvæmlega ekkert.  Steingrímur J. Sigfússon sagði það enda fyrir stuttu að hann vildi að alvöru viðræður færu að hefjast.

Það er auðvitað fráleitt að standa svona að málinu.  Þó að vissulega væri affarasælast að mörgu leyti að slíta viðræðunum, er lágmark að Alþingi Íslendinga ákveði að setja þeim tímamörk.  Verði samningi ekki náð innan ákveðins tíma verði viðræðum einfaldlega slitið. 

Ef ég man rétt töku samningaviðræður Finna og Svía u.þ.b. 2. ár.  Aðklögunarviðræður Íslendinga hafa þegar tekið lengri tíma og ekkert markvert hefur gerst.  Ekki er einu sinni byrjað að ræða þá kafla sem skipta mestu máli.

Aðlögunarviðræðurnar eru að breytast í einhverja "lönguvitleysu", líklega vegna þess að ríkisstjórnin (aðallega Samfylkingin) veit að samningur yrði kolfelldur.  Þá er betra að láta málið reka á reiðanum og nota það sem gulrót til að lemja eigin þingmenn til hlýðni (það má ekki rugga bátnum, þá eru aðlögunarviðræðurnar í hættu taktík Samfylkingar).

En ef að á að bíða eftir því að afstaða þjóðarinnar breytist, þarf yngra fólk en Jóhönnu, Össur og Steingrím til að sjá um málið.


mbl.is Viðræður við ESB kláraðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

G. Tómas, orðið ´samningur´ getur ekki verið nothæft orð þar sem ein hliðin ræður.   Og eg veit inngöngusinnar eða yfirtökusinnar nota það orð en skil ekki að andstæðingar geri það.  Ætlunin er ekki að skjóta málfutning þinn niður samt en orðið passar ekki eins og ég skil það. 

Elle_, 10.2.2012 kl. 21:44

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Já og nei, það fer allt eftir því hvernig á málin er litið.  Samningur er hugtak sem er hægt að nota í þessu sambandi.  Oft er það til dæmis svo að einstaklingar eða ríki gerast aðilar að samningi sem hefur verið til í langan tíma, án þess að nokkrar breytingar séu á honum gerðar eða nokkrar eiginlegar samningaviðræður fari fram.

En ég skil þitt sjónarmíð fullkomlega, hins vegar er ekki hægt að neita því að samningaviðræður fara fram, þær munu hugsanlega skila Íslendingum einhverjum undanþágum, þó að líklega verði þær tímabundnar.  En aðlögunin er svo aftur partur af samningaviðræðunum.

G. Tómas Gunnarsson, 11.2.2012 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband