Boðsferðir hér og boðsferðir þar - En hvað með reiðufé?

Nú er býsna mikið rætt um boðsferðir.  Það eru ekki margir sem mæla þeim bót.  Þær þykja lykta af spillingu og illum starfsháttum.

Bæði stuttu fyrir hrun og stuttu eftir hrun Íslensku bankanna var býsna mikið talað um boðsferðir.  Það mæltu þeim ekki margir bót, utan þeirra sem fóru í þær.  Mörgum þótti þær lykta af spillingu og slæmum starfsháttum.

Heldur minna hefur verið rætt um boðsferðir á vegum Evrópusambandsins, en það hefur þó komist á dagskrá.  Þá ber svo við að býsna margir mæla þeim bót og telja þær af hinum góða og bera vott um faglega kynningarstarfsemi.  Jafnvel sumir þeir sömu sem tala hátt um að boðsferðir séu boðnar af undarlegum hvötum af öðrum aðilum.

Skyldi reiðufé hafa verið afhent þeim sem fóru í boðsferðir á vegum bankanna, rétt eins og mun tíðkast hjá Evrópusambandsþinginu?

Árið 2010 er sagt að hver hópur sem hafi heimsótt þingið hafi fengið ríflega 13.000 euro að meðaltali, afhent í reiðufé.  Það gerir u.þ.b. 2. milljónir Íslenskra króna á hóp.  Ekki kemur fram hvað margir voru að meðaltali í hverjum hóp.

Ekki veit ég hvað margir Íslendingar hafa farið í kynnisferðir á vegum "Sambandsins" og heimsótt m.a. Evrópusambandsþingið.  Ekki veit ég hvað margir hópar hafa farið til Brussel til að kynna sér starfsemina.

En verðum við ekki að gera ráð fyrir því að listi yfir þær boðsferðir verði birtur um svipað leyti og listi yfir aðrar boðsferðir? Verðum við ekki að gera ráð fyrir því að fjölmiðlar gangi jafn hart fram í að birta þá lista og í ýmsar aðrar boðsferðir? Verðum við ekki að gera ráð fyrir að allir gangi fram fyrir skjöldu og upplýsi hvort að þeir hafi þegið reiðufé frá Evrópusambandsþinginu og hvort þeir hafi skilað inn nótum fyrir því?

Hið gegnsæja þjóðfélag þar sem allt er upp í borðum er löngu komið, er það ekki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband