3.2.2012 | 19:14
Selur til Kína?
Íslendingar og Kanadamenn eiga það sameiginlegt að eiga langa strandlengju og nýta auðlindir sjávar. Þeir eiga það sömuleiðis sameiginlegt að vilja nýta sumar af þeim auðlindum sjávar sem ekki er samkomulag um að skuli nýttar.
Í tilfelli Íslendinga er um að ræða hvalveiðar, en hér í Kanada eru það selveiðar. Nýting beggja þessara auðlinda er litin hornauga af mörgum ríkjum.
Flestir vita líklega hvaða takmörkunum verslun með hvalaafurðir eru háð og æ fleir ríki hafa bannað sölu selaafurða, t.d. Evrópusambandið og nú síðast Rússland.
En Kanadíska ríkisstjórnin gefst ekki upp. Hún hefur nú tilkynnt að samningur um sölu á selafurðum verði sett í forgang í væntanlegri heimsókn Harpers forsætisráðherra, til Kína á næstunni.
Samningur náðist við Kínverja um innflutning á selaafurðum á síðasta ári, en hefur aldrei hlotið staðfestingum.
Selveiðar Kanadamanna eru ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var, en eru ennþá heitt pólítískt deiluefni.
Þannig var ekki nema u.þ.b. 10% af kvótanum veiddur á síðasta ári og tekjurnar numu aðeins 745.000 dollurum eða svo. Kanadastjórn telur sel ekki í útrýmingarhættu og bendir á að stofntölur séu með þem hæstu frá 1950.
Upplýsingar byggðar á frétt Globe and Mail.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.