Hagnast ríkið á eignarhlutum sínum í Íslensku bönkunum? Hvers vegna að afhenda erlendum vogununarsjóðum Íslensku bankana?

Þessi frétt fór ekki mjög hátt, enda að mörgu að hyggja og í ýmsu að snúast í kringum áramót.  En þetta er mjög fróðleg frétt og er að mörgu leyti fróðlegri vegna þess að hún er úr bréfi til VG félaga ef ég skil rétt.  En þar segir Steingrímur:

... Ef staðan í dag er skoðuð er ljóst að ríkið hefur haft mjög góða ávöxtun á því fé sem það varð að binda í þetta verkefni, sem er um 250 milljörðum minna en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Ætla má að ríkið fái þessa peninga að fullu til baka og komist frá endurreisn stóru bankanna án nokkurs taps í þeim skilningi að arðgefandi eignir og/eða endurseljanlegar eignir standi fyllilega undir því fé, sem ríkið hefur bundið í verkefnið, miðað við efnahagsreikninga bankanna. Þannig hafa fjármunir ríkissjóðs ekki farið í botnlausa hít heldur þvert á móti verið festir í verðmætum eignum. Í framtíðinni verður hægt að nota þessa fjármuni eða arðinn af þeim til þess að greiða niður skuldir og halda áfram við byggja upp íslenskt samfélag.

Það er auðvitað gríðarlega gott ef Íslenska ríkið kemst án alls taps frá fjárbindingum sínum í "stóru" Íslensku bönkunum.  Það léttir mikið undir með Íslensku þjóðinni og er mikið fagnaðarefni.

En um leið og því er fagnað, hljóta spurningarnar hvers vegna ríkisstjórnin Íslenska ákvað að afhenda erlendum vogunarsjóðum 2. af 3. stærstu Íslensku bönkunum (þ.e. aðeins halda eftir u.þ.b. 5% í þeim).

Það hlýtur að hafa verið flestum ljóst að áhættan, þó að hún sé vissulega alltaf til staðar, væri ekki óásættanleg, enda hefðu hinir erlendu vogunarsjóðir varla sóst eignarhaldi á fallít fjármálastofnunum.  Þeir hljóta að hafa talið sig eiga möguleika á auknum hagnaði með eignarhaldi.

Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms hlýtur að skulda Íslendingum útskýringar á þessari ákvörðun sinni.  Hvers vegna hélt hún ekki eftir öllum 3. stóru bönkunum?  Hefði staða ríkissjóð ekki orðið betri fyrir vikið og hefði svigrúm stjórnvalda til að koma til móts við skuldug heimili ekki verið rýmra fyrir vikið?

Vissulega hefði það kostað að setja hefði þurft aukið fé í endurreisn bankanna, en ef litið er til þess hvernig útkoman er, hefði það ekki verið skynsamleg ákvörðun?

Það sem meira er, eru fjármunirnir ekki til?  Á ekki ríkissjóður stórar inneignir í Seðlabankanum? Að vísu fjármuni sem voru teknir að láni, en voru lánin ekki m.a. tekin til að standa straum af endurreisn fjármálakerfisins?  Hefði verið betra að nota það fjármagn til að halda stjórn á bönkunum 3. frekar en að láta það liggja ónotað í Seðlabankanum?

Er ekki frekar hjákátlegt að afhenda vogunarsjóðum eignarhaldið í 2. af 3. stærstu bönkunum og fara svo stuttu síðar að tala um nauðsyn þess að "sækja" meira fjármagn til sömu banka?

Þetta mál þyrfti svo sannarlega á frekari umfjöllun og rannsókn bæði fjölmiðla og opinberra aðila að halda.  En fyrst og fremst eiga Íslendingar skilið að forystumenn ríkisstjórnarinnar geri hreint fyrir sínum dyrum í þessu máli.


mbl.is Ekkert tap af eign í bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tek undir að gott væri að fá skýringar á ákvörðunum sem teknar voru í kjölfar hrunsins um bankakerfið. Hvers vegna var ekki skipt milli slæmra og góðra banka? Hvers vegna voru bankarnir endurreistir alltof stórir? Og hvers vegna var fallið frá því að endurfjármagna nýju bankana með fjármunum frá ríkinu, en kröfuhöfunum afhentir bankarnir?

Ég held reyndar að svarið við síðari spurningunni hljóti að vera einföld skynsemi. Skv. íslenskum gjaldþrotalögum eiga kröfuhafarnir eignir þrotabúa en ekki ríkið eða viðskiptavinir. Nú er ljóst að hagnaður bankanna undanfarin misseri stafar fyrst og fremst af því að eignir þeirra gömlu hafa reynst verðmeiri en ætlað var. Með því að endurfjármagna með ríkisfé, en láta kröfuhafana eiga hitt, hefði hagnaðurinn vegna endurmats eigna farið allur til kröfuhafanna hvort eð er, en ríkið ekki fengið neitt í sinn hlut. Því virðist þetta hafa verið gjörningur sem leiddi til sömu niðurstöðu en án áhættu (og gríðarlegra skuldbindinga) fyrir ríkissjóð. - En, sjálfsagt er að þetta verði útskýrt af þeim sem gerst þekkja.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 01:18

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þakka athugasemdina, ég geri ekki kröfu um að teljast sérfræðingur í bankaþrotabúum, eða lögum tengdum þeim, en finnst málið eigi að síður áhugavert.

Auðvitað eiga kröfuhafar kröfur í búið, en þeir eiga ekki eignir þrotabúsins, þar er mikill munur á.  Það er þó ljóst að allar inneignir eru forgangskröfur og þar sem nýju bankarnir tóku yfir allar inneignir, þá njóta þeir forgangs að verðmætum þrotabúanna. Það er síðan samnings og matsatriði hvernig útlánasafn er metið. 

En það voru engin sérstök vandamál fyrir ríkið að halda Landsbankanum í sinni eigu og hefði því ekki átt að vera meiri vandamál lagalega séð að halda hinum bönkunum, ef ríkisstjórnin hefði kosið svo. 

Staðreyndin virðist vera sú að það virðist koma frekar vel út fyrir ríkið að hafa tekið yfir Landsbankann og leyfa rykinu að setjast.  Eins og Steingrímur segir í bréfinu er útlit fyrir að ríkið tapi engu á því að hafa lagt fé til bankanna og ef uppgangur þeirra heldur áfram, má frekar eiga von á því að það geti skilað hagnaði þegar og ef að sölu verður.

Sama gamla sagan að það borgar sig síður að stand í sölu á slíkum hlutum of snemma ef nokkur leið er að komast hjá því.

En ég tek undir með þér að ég myndi gjarna vilja heyra frekari ústkýringar um þetta mál, ekki síst frá Jóhönnu og Steingrími.

G. Tómas Gunnarsson, 9.1.2012 kl. 01:38

3 identicon

Hvers vegna kaupir ríkið ekki í væntanlega arðsömum fyrirtækjum? Ætti það að kaupa hlut í Össuri? Hefði það átt að kaupa hlut í Íslenskri erfðagreiningu, því það leit svo vel út um tíma? Vont að ríkið keypti ekki Flugleiðir því það hefði grætt svo vel á því núna síðasta árið. Það þarf að rannsaka hver olli tapi ríkisins með því að kaupa ekki í Flugleiðum!! Eða getur verið að ríkið eigi bara ekkert að vera að kaupa hlut í áhættusömum (eins og dæmin sanna) rekstri?

Af hverju hefði ríkið átt að setja skattpeninga til að spekúlera með hve mikið fengist fyrir söluna á ICELAND? Hvort að dótturfyrirtæki Skinneyjar (og Halldórs Ásgrímssonar) gætu greitt eitthvað til baka af kúlulánunum sínum? O.s.frv. Af hverju ætti ríkið að byrja að kaupa upp vafasamar kröfur á einkaaðila? Af hreinni áhættufíkn?

Haukur (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 07:18

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Haukur.  Þetta er fullgilt sjónarmið, en ekki alveg sambærilegt að mínu mati að fara inn á hlutabréfamarkaðinn og að hafa haldið Íslensku bönkunum lengur við þær kringumstæður sem voru uppi.

Þú ert þá líklega þeirrar skoðunar að það hafi verið forkastanlegt að ríkið hélt eftir Landsbankanum í heild sinni (sem það vonandi kemur til með að selja síðar)?  tók ekki ríkið þar með vissa áhættu á þvi hvað söluverð Iceland stórmakaðanna (og auðvitað fleiri fyrirtækja) yrði?  Hvers vegna var það talið skynsamlegt, en betra að afhenda erlendum vogunarsjóðum hina tvo stóru bankanna?  Almennt heyrði ég talað um að staða hinna 2ja bankanna hefði verið betri.

Hvers vegna er svo ríkið ennþá með fulla innistæðuábyrgð á bönkunum?  Er þetta svona áhættusækin ríkisstjórn?  Þyrfti ef til vill að rannsaka það?  Hvers vegna seldi ríkisstjórnin 2. af 3. stóru bönkunum til erlendra vogunarsjóða en heldur ríkisábyrgð á stórum hluta rekstrarins?  Þyrfti þá ef til vill að rannsaka það að þínu mati Haukur?

Það er hins vegar rétt að þetta ferli vekur upp mikið af spurningum, spurningum sem Jóhanna og Steingrímur vilja ekki svara.  Það er auðvitað rannsóknarefni.

P.S.  Þá er ekki byrjað að ræða um Byr, SPK, og lán til Sögu og VBS.  Það er annar kapítuli.

G. Tómas Gunnarsson, 9.1.2012 kl. 12:33

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég þarf að leiðrétta örlítiðí athugasemdinni hér að ofan.  Iceland stórmaðirnir voru auðvitað skildir eftir í þrotabúi gamla Landsbankans, þannig að ríkið var ekki að taka neina áhættu hvað það varðar, með rekstri Nýja Landsbankans, en það breytir ekki myndinni að því leyti að áhættan var tengd skuldabréfum fyrirtækja (margra hverra ekki í jafn blómlegum rekstri og Iceland) og einstaklinga. 

Áhættan hvað varðaði söluverðmæti Iceland, kom ekki til sögunnar af hálfu Jóhönnu og Steingríms fyrr en þau vildu gefa ríkisábyrgð varðandi IceSave, en því neitaði almenningur.  Eins og flestum er kunnugt er það mál ekki útkljáð enn eftir að ESA ákvað að stefna Íslandi.

G. Tómas Gunnarsson, 9.1.2012 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband