Langtímaáhrifin eiga eftir að koma fram og hafa mun alvarlegri áhrif

Líklega eru ýmsir sem fagna því að áfengissala hafi dregist saman og telja það merki um að Íslenska þjóðin sé að snúa til betri lífshátta.  Þetta sé því enn eitt dæmi um að hægt sé að skatta fólk til hlýðni og betri lífhátta.

Það er þó allt eins líklegt að "lestirnir" leiti einfaldlega til annara birgja og hafi þegar gert það.

Það er líklegt að samdrátturinn haldi áfram í áfengisölu ríkisins, þegar samkeppnisaðilarnir hafa náð að byggja betur upp framleiðslu sína og dreifingarleiðir.

Skattahækkanir og auknar álögur hafa ekki eingöngu áhrif þegar þær eru tilkynntar, heldur til langs tíma og áhrifin aukast eftir því sem fleiri skattgreiðendur komast í kynni við fleiri leiðir til sneiða hjá þeim.

Til lengri tíma litið spillast viðhorfin einnig og undanskot og "hjáleiðir" þykja sjálfsagðari en fyrr.  Í hugum margra Íslendinga er það að kaupa áfengi á ódýrara verði á "svörtum", ekki dæmi um undanskot undan skatti, heldur happafeng.

Samkeppnin frá öðrum vímuefnum harðnar sömuleiðis þegar verðmunurinn eykst.

Þetta gildir ekki eingöngu um áfengi, heldur á öllum sviðum þjóðfélagsins.  Eftir því sem ávinningurinn verður hugsanlegra stærri, er freistingin meiri.

Þannig munu gríðarlegar skattahækkanir núverandi ríkisstjórnar fylgja Íslendingum um ókomin ár og halda áfram að vinna tjón löngu eftir að núverandi ríkisstjórn er farin frá völdum.  Það er erfiðara að vinda ofan af slíkum breytingum en koma þeim á. 

Ekki síst breytingum á hugarfari.


mbl.is Samdráttur í áfengissölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ríkið getur ekki gefið nákvæmar tölur um áfengisneyslu íslendinga. Mikið er búið að vera um landasölur seinustu ár og virðast vera að hálvitarnir við ríkisstjórnina virðist ekki átta sig á því að ÁTVR á sér samkeppnisaðila.

Arnar Freyr Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.1.2012 kl. 16:53

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Hjá SÁ eru menn dómbærir á neyslunmynstrið. Hjá þeim fjölgar mest sjúklingum er taka inn duft og töflur. Með minni sölu verða færri til að borga tjónið sem hlýst af þessum nýju vímuefnum. Áfengistekjur minnka þótt önnur neysla í þjóðfélaginu aukist. Áætlað tjón af vímuefnum, þar á meðal áfengi er talið að nemi um 33 milljörðum á ári. Ríkisjóður nær aldrei þeim tekjum inn af sölu áfengis.

Sigurður Antonsson, 3.1.2012 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband