Meira framboð en eftirspurn? Verða 10 eða fleiri flokkar í framboði? Góðkunningar kjósenda

Sem betur fer virðist vera mikill pólískur áhugi á Íslandi. En hvort að hann leitar í réttan farveg er sjálfsagt umdeilanlegra og minni líkur á að því séu allir sammála.

En það er einmitt eitt af einkennum þess að vera ósammála að sífellt fleiri flokkar eru stofnaðir og sífellt fleiri framboð koma fram.

Ef fram heldur sem horfir verður að teljast líklegt að um eða yfir 10 framboð verði til næstu Alþingiskosninga.

Sem yrðu þá:

Sjálfstæðisflokkur
Samfylking
Framsóknarflokkur
Vinstri hreyfingin grænt framboð
Hreyfingin (ekki ólíklegt að hún yrði í samstarfi við einhverja aðra hópa)

Svo kæmu til sögunnar

Hægri grænir (sem fréttin sem tengt er við er um)
Besti Guðmundarflokkurinn (þangað til annað nafn er kynnt)
Framboð tengt Lilju Mósesdóttur
Hægri ESB flokkurinn (sem ég sá frétt um í morgun, Friðrik Hansen var þar í forvari minnir mig)

ESB lýðfrelsisflokkur (Guðbjörn Guðbjörnsson hefur talað fyrir. Hvar sú hugmynd er stödd veit ég ekki.)

Svo má ekki gleyma flokkum eins og Frjálslynda flokknum, sem annað hvort gæti boðið fram eða runnið saman við eitthvert af nýju framboðunum, en mér hefur skilist að flokkurinn starfi áfram.

Sumir vilja svo meina að Ólafur Ragnar Grímsson hafi boðað undir rós, stofnun nýrrar stjórnmálahreyfingar, en persónulega hef ég ekki trú á því og tel það afar ólíklegt.

Ekki er ólíklegt að einhver framboð gætu bæst við, en vissulega er eins líklegt að einhver þeirra hellist úr lestinni.

En það gæti því farið að í framboði yrðu á bilinu 12 til 13. hundruð einstaklingar ef flest eða öll framboðin skiluðu inn fullum listum.

Það hefur stundum verið sagt að flestir Íslendingar gefi út bók eða í það minnsta láti sig dreyma um það á lífsleiðinni. Ef fram heldur sem horfir verður það ekki ólíklegra að flestir Íslendingar fari í framboð í það minnsta einu sinni á lífsleiðinni, eða verði að minnsta kosti beðnir um það.

En svo er líka möguleiki að á að listarnir fyllist fyrst og fremst af "the usual suspects", sem mætti ef til vill snara yfir á Íslensku sem "góðkunningjum kjósenda".

P.S. Setti þennan pistil hér inn aftur (og eyddi fyrri útgáfu) þar sem einhverra hluta vegna vistaðist hann eingöngu í belg og biðu (án greinarskila) og neitaði alfarið að taka breytingum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband