Ólafur Ragnar í framboð? Hvernig á að stöðva það?

Það hefur heyrst að spekingar lesi svo í nýjársboðskap Ólafs Ragnars Grímssonar, að hann muni hyggja á frekari landvinninga á meðal Íslenskra kjósenda og stefni ótrauður á frekari pólítískan frama, hafi jafnvel augastað á forsætisráðuneytinu.  Hann muni líklega stofna stjórnmálaflokk og fara mikinn.

Það er auðvitað til einfalt mótsvar ef sitjandi þingmenn (og þá aðallega stjórnarþingmenn) hafa miklar áhyggjur að Ólafur hyggist fara í stjórnmálin og vilja koma í veg fyrir það.

Það er einfaldlega að rjúfa þing og boða til kosninga í t.d. mars eða apríl.

Ég hygg að þeir væru margir Íslendingarnir sem litu á það sem "2 fyrir 1" einn tilboð sem ekki væri hægt að hafna.

En það er rétt að taka það fram í lokin að ég hef persónulega enga trú á því að Ólafur ætli sér að stefna á þátttöku í Íslenskum stjórnmálum.  Frekar hef ég trú á því að hann hafi undirbúið einhverja aðkomu að alþjóðastofnun.  En á hitt ber líka að líta að Ólafur er ólíkindatól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband