Micheal O'Leary á ráðstefnu um hugvit og nýjungar í Brussel

Ég rakst á þetta myndskeið á netinu i morgun.  Micheal O'Leary forstjóri Írska flugfélagsins þáði boð um að tala á ráðstefnu um hugvit og nýjungar á vegum Evrópusambandsins í Brussel.

O'Leary er nokkuð þekktur fyrir að tala tæpitungulaust, stundum kallaður "strigakjaftur".  En í ræðu sinni lætur hann "Sambandið" fá það óþvegið.

En eins og kemur fram í enda myndbandsins má þakka "Sambandinu" það að flugfélög innan "Sambandsins" geti flogið hvert sem er innan "Sambandsins".  O'Leary vill þó meina að eftir þá góðu gjörð, hafi "Sambandið" eingöngu þvælst fyrir.

Þetta leiðir aftur hugann að því í hvaða tilgang "Sambandið" hafði og hefur og í hvaða áttir það stefnir.

Markmiðið um að auka viðskipti yfir landamæri og ryðja úr vegi hindrunum hefur vikið fyrir "stórum" pólítískum hugsjónum.  "Sambandið" er ef til vill ekki lengur samband, heldur sjálfstætt fyrirbæri með eigin pólítísk markmið og hugsjónir. 

En myndbandið er viriklega fróðlegt áhorfs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband