Jólin koma

Hann var bjartur og sólríkur Aðfangadagsmorgunin hér í Toronto.  Heiðskýr himin og sólín skín, örlítið kalt, sem gerir inniveruna enn þægilegri.

Börnin voru auðvitað vöknuð fyrir aldir, síðasti skóladagurinn í gær og allt jólafríið framundan, sem og auðvitað sjálf jólin.

Það er mikil gæfa fyrir Íslenska þjóð (sem og þær norrænu) að orðið jól skuli vera notað yfir þessu miklu hátíð sem haldin er í miðju skammdeginu og markar miðpunkt þess.  Hátíð sem fagnar því að myrkrið er að hörfa og birtan sígur á jafnt og þétt.  Hátíð frelsunar, þakklætis og umfram allt samveru.  Jólín eru tími sem við notum til að rifja upp gamlar minningar og búa til nýjar.

Allir geta haldið og fagnað jólum, hver á sinn hátt.  Jólin eru ekki eign neinnar stofnunar eða neins eins hóps,  þau eru margslungin og hver getur fagnað þeim með sínum hætti.  Engin veit með vissu uppruna orðsins jól, en ýmsar tilgátur hafa komið fram.  Allt frá því að tengja orðið við fórnir til þess að orðið eigi uppruna sinn í gleði eða skemmtun og sé í raun skylt enska orðinu jolly, eða jafnvel franska orðinu joli.

En eins og stendur í kvæðinu:  Eitt er víst að alltaf verður, ákaflega gaman þá.

Það er ósk Bjórárfjölskyldunnar að allir megi eiga friðsæl og skemmtileg jól.

Við óskum öllum nær og fjær gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Takk sömuleiðis. Takk fyrir allar færslurnar þínar.

Helga Kristjánsdóttir, 25.12.2011 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband