Græn jól

Það er allt útlit fyir græn jól hér að Bjórá þetta árið.  Slíkt telst til tíðinda hér í Toronto, en haustið hér hefur verið með eindæmum milt.  Þó að veturinn hafi svo formlega tekið við hér í gær, hefur það ekki breyst, lóðir eru hér enn iðjagrænar og sömu sögu að segja af öðru graslendi hér í nágrenninu.

Þó er ekki hægt að tala um samfelld hlýindi, einstaka dag hefur frostið farið niður undir 10 stig, en úrkoma hefur ekki verið mikil og þá aðeins í formi rigningar á hlýrri dögum, en þeir voru líka nokkrir 10 stiga dagarnir plús megin í desember.

Flestir eru ósköp sáttir við þessu grænu jól, þó að vissulega megi heyra ýmsa óska eftir hvítum jólum.  Það má sömuleiðis heyra ákveðnar fullyrðingar frá yngri kynslóðinni þess eðlis að snjór sé til ýmissa hluta nytsamlegur.

En jólin eru alltaf ágæt, hvort sem þau eru hvít, rauð eða græn, það eru enda jólalitirnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband